Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 13

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 13
Hjálpartæki ■■I ■■■■■ Mús er ekki bara mús! m ■■■■■ - segir Sigrún Jóhannsdóttir, forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra Tölvumúsin er eitt aðal stjórntæki tölvunnar. Það er því mikilvægt að finna mús sem hentar hverjum og einum. Þegar tölva er keypt fylgir henni mús sem oftast er nokkurn veginn eins og músin hér á myndinni. ^ Það er ekki har með sagt að ekki sé hægt að nota | . annars konar mús. Hinni hefð- bundnu mús er stjómað með því að leggja lófann ofan á músina, færa hana til og smella á hnapp- ana. Þetta getur reynst sumum erfítt eða ómögulegt vegna fötl- unar. Þá þarf að fínna búnað sem hentar betur. Tölvumiðstöð fatlaðra hjálpar til við að fínna bestu lausnina fyrir hvem og einn. Sumum fínnst betra að nota svokallaða kúlumús, en þær em til í mörgum stærðum og gerð- um. Þá er kúlan hreyfð til með þumalfíngri eða vísifingri/löngu- töng. Það krefst þó nokkuð mikilla handa- og fingrahreyfinga að nota ofangreindar mýs. Fólk sem er með litla hreyfígetu í höndum t.d vegna gigtsjúkdóma getur átt í erfíðleikum með svo mikla hreyfíngu. Tölvumiðstöðin keypti nýlega svokallaða músagildru eða Mouse Trapper sem sést hér á myndinni. Á henni er 6x 8 cm stórt rúll- uband sem stjómað er með létt- um fingrahreyfingum. Músin sem hneppt er þannig í gildru er virk, en öllum aðgerðum er hægt að stjóma á rúllubandinu sem er fyrir framan lyklaborðið. Þannig getur fólk valið að nota gildruna eingöngu eða víxla á milli. Önnur lausn er mús sem líkist stýripinna. Þótt músin líkist stýripinna er henni stjómað eins og venjulegri mús með því að hreyfa hana til á borðinu. Hnapp- amir em ofan á pinnanum. Haldið er utan um pinnann og hnöppunum stjómað með þumli. Álag á hönd, axlir og fíngur er talið minna þegar unnið er í þess- ari stöðu. Fyrir hjólastólanotendur sem vanir eru að nota stýripinna til að stjórna stólnum þá getur verið gott að nota álíka búnað til að stjórna tölvu. Stýripinni sem virkar eins og mús hefur verið notaður hér á landi með góðum árangri. Myndin sýnir nýjustu útgáfuna af Penny&Giles stýripinna sem keyptur er inn frá Englandi. Hægt er að velja um mismunandi hald á pinnann. Ýmiss búnaður er til fyrir þá sem eiga í miklum erfíðleikum með að stjórna mús með hönd- um. Höfuðmúsin frá Natural- point sem íslenska fyrirtækið Saxon selur, er lausn sem hefur hjálpað nokkmm íslenskum not- endum. Lítill depill er festur á enni eða á gleraugu notandans, móttakari er settur ofan á tölvuskjáinn. Músabendlinum er síðan stjórn- að með höfuðhreyfíngu. Svokall- aður Dwell clicking hugbúnaður sem fylgir músinni gerir notanda kleift að framkvæma allar að- gerðir eingöngu með höfuð- hreyfingu. tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.