Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 25

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 25
Hjálpartæki meðfærilegum hjólastólum og upp í fullkomna rafknúna hjóla- stóla sem gera einstaklinga meira sjálfbjarga og auka þar með lífs- gæði þeirra. Hægt er að fá ská- brautir eða sliskjur fyrir hjóla- stóla sem getur verið handhægt ef fara þarf upp þrep eða aka upp í bíl. Einnig eru til hjólastólalyftur. I verslun Eirbergs er að fínna ýmis smátæki sem henta öllum en þau eru sérlega létt og með- færileg fyrir þá sem þjást af gigt. Þama er um að ræða vinkil-ost- askera, vinkil-hnífa eða skæri með fjaðrandi gripi. Auk þess eru í boði ýmsar aðrar vörur svo sem stamar mottur, krukkuopnarar, diskkantar, létt glös, létt hnífapör Lyfta utanhúss sem hægt er að setja upp í heimahús og margt fleira. Eldavélavari hentar þeim sem eiga til að gleyma að slökkva á eldavélinni. Þetta er lítið tæki sem er bæði hitaskynjari og tímastillir og slekkur á eldavélinni þegar plata ofhitnar. Allir þurfa að sitja þægilega og huga að líkama sínum. I Eirbergi er hægt að fá vinnustóla með bremsu þannig að hægt sé að læsa hjólunum. Þessir stólar em með lyftu og gefa mjög góða set- stöðu. Hver stóll er sérpantaður og lagaður að þörfum hvers og eins. Eins og sjá má er úrval hjálpar- tækja ríkulegt og ekki hægt að gera því fullnægjandi skil í þess- ari grein. Sérþarfir einstaklinga geta verið til þess að breyta þurfi umhverfi eða aðlaga tæki og búnað á einn eða annan hátt. Eir- berg leggur metnað sinn í að veita góða þjónustu. I verslun- inni er hægt að skoða vömmar og fá ráðgjöf við val þeirra. Verslunin er opin alla virka daga kl. 8:30 - 17:00. Jóhanna Ingólfsdóttir iðjuþjálfi / sölu og markaðsstjóri Rafknúinn loftfestur lyftibúnaður. tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.