Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 35

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 35
Opnugrein Allt á fullu á Saumastofu Öryrkja- bandalagsins efni fatlaðra. Starfsþjálfun verði skipulögð þannig að gerðir verði sérstakir starfsþj álfunarsamning- ar við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði 17. Efla þarf starfsemi og samkeppnishæfni verndaðra vinnustaða Hvað verndaða vinnustaði varðar er nauðsynlegt að skoðað- ir verði möguleikar á að efla starfsemi þeirra og samkeppnis- hæfni meðal annars með fjöl- breyttara verkefnavali. Þeir verða að vera færir um að laga sig að nýrri tækni og nýju við- skiptaumhverfi. 18. Atvinna á almennum vinnumarkaði er ekki valkost- ur fyrir alla Það verður að horfast í augu við að atvinna á almennum vinnumarkaði er ekki valkostur fyrir hluta fatlaðra einstaklinga. En eins og allir aðrir einstakling- ar þá verður þessi hópur að eiga þess kost að stunda atvinnu á eig- in forsendum og að skapa verð- mæti fyrir þjóðarbúið. Af þessum sökum verður að viðhalda sér- tækum úrræðum í atvinnumálum fatlaðs fólks. Hlutverk vemdaðra vinnustaða er að skapa atvinnu, veita alhliða stuðning og stuðla að þroska og þróun þeirra fötl- uðu einstaklinga sem þar starfa. Það er mikilvægt að fatlað fólk hafi upplýst val um þá kosti sem standa til boða. 19. Atvinna með stuðningi Móta þarf framtíðarstefnu fyrir atvinnu með stuðningi. Gera þarf stefnuskrá eða reglugerð sem skýrir tilgang og hlutverk. Setja þarf fram starfsáætlun til nokk- urra ára með mælanlegum mark- miðum. Hér hefur verið settur fram gmndvöllur fyrir nýskipan at- vinnumála fatlaðra á Islandi. Skilgreind em markmið og settar fram leiðir til að ná þessum markmiðum ásamt einstökum til- lögum um hvernig nálgast megi markmiðin. Verði þessar hug- myndir til þess að stuðla að um- ræðu og úrbótum í þessum mála- flokki er tilganginum náð. Niður- stöður benda eindregið til þess að atvinnumál fatlaðra einstakl- inga sé málaflokkur sem kallar á uppstokkun og að leitað sé nýrra leiða til koma til móts við rétt- mætar kröfúr um mannréttindi, samþætt samfélag og þátttöku allra sem þar búa. Kristján Valdimarsson Höfundur er stjómmála-og stjórn- sýslufræðingur (MPA) og starfar sem forstöðumaður starfs- þjálfunarstaðarins ÖRVA. Hann er einnig formaður Samtaka um vinnu og verkþjálfun (SVV) Hlerað í hornum Tveir náungar, alls óvanir hestum voru þó í útreiðartúr og fóru svo af baki til að fá sér hressingu og til að hestarnir gætu það nú líka, tóku þeir af þeim beislin. Þegar þeir ætl- uðu svo að setja beislin upp á ný vildu hest- arnir ekki opna munninn fyrir þá, þrátt fyrir miklar fortölur, en þá segir annar mannanna við hinn: "Við skulum bara bíða eftir því að þeir geispi". tímarit öryrkjabandalagsins 35

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.