Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 38

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Blaðsíða 38
námsáætlun. Öll gögn og skýrsl- ur um breytingar sem gerðar eru, eiga að vera geymdar á einum og sama stað. Þar ætti einnig að koma fram mat á viðhorfi, þekk- ingu og reynslu nemandans og meginstyrkleikum hans. Lögð er áhersla á beina þátt- töku og samstarf viðkomandi þjónustuaðila við umskipti og að náið samstarf sé milli skóla og vinnumarkaðar til að nemendur eigi kost á að fá reynslu á starfs- vettvangi. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja að öll ung- menni fái reynslu á starfsvett- vangi og tekið sé tillit til þeirrar aðstoðar sem hver og einn hefur þörf fyrir eða skipulögð sveigj- anleg þjálfunarúrræði svo sem að gefa kost á undirbúningstíma áð- ur en starfsþjálfun hefst. Fyrir- tæki eiga að fá hvatningu með skattalækkunum og/eða samfé- lagslegri viðurkenningu til að skapa störf fyrir ungmenni þar sem þau geta sameinað vinnu og nám. Leggja áherslu á að sýna fram á sameiginlegan hag með mati á umskiptum sem vel hafa heppnast. Samskipti milli skóla og fyrirtækja eiga að vera opnari og bjóða á sérfræðingum úr at- vinnulífinu í skólana til að hitta nemendur, kennara og annað starfsfólk. Auk þess á að tryggja að nemendum sé fylgt eftir að námi loknu. Umskipti eiga að vera hluti af löngu og flóknu ferli þar sem ungmenni fá undirbúning og að- stoð á leið sinni út í atvinnulífið og heim fullorðinna. Til þess að umskiptaferlið heppnist vel þarf að skipuleggja nauðsynlegar að- gerðir, skilgreina hindranir og vandamál á þessu sviði og ryðja þeim úr vegi. Koma í veg fyrir stífa starfshætti í skólum (t.d. hvað snertir almennt mat) og gera hinum ýmsu þjónustuaðil- um auðveldara með að eiga sam- starf sín á milli. Snemma á skóla- göngu nemanda skal byrja að þróa umskiptaáætlun fyrir hann, en ekki bara um þær mundir sem skyldunámi lýkur og þarf einn tiltekinn sérfræðingur að koma fram sem talsmaður eða málsvari og veita nemanda stuðning í um- skiptaferlinu. Að síðustu... Sérfræðingar, stefnumótandi aðilar og fúlltrúar atvinnuveit- enda og launþegasamtaka sem þátt tóku í þessu verkefni komust að þeirri niðurstöðu að ef þær til- lögur sem lagðar voru fram yrðu teknar til greina myndi slíkt vafalaust vera umskiptaferlinu til góða og draga úr þeim vanda- málum sem nemendur standa nú frammi fyrir þegar þeir hætta skólagöngu og þurfa að takast á við þá reynslu að tryggja sér starf. Meginheimild European Agency for Development in Special Needs Education. Transition from School to Employment. 2002. A vefsíðu Evrópumiðstöðvarinnar: http ://www. european-agency. org má fínna ritið í tölvutæku formi og ýmsa gagnagrunna sem tengjast þessum svið- um svo og upplýsingar um sérkennslu- mál í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.