Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 42
Bára Sigfúsdóttir, Birgir ísl.
Gunnarsson, Sjöfn Sigurbjöms-
dóttir, Helgi Hjálmarsson og
borgarstjóri, Egill Skúli Ingi-
bergsson.
A fyrsta fundi nefndarinnar
sem haldinn var 9. október var
um það rætt hvemig staðið yrði
að því verkefni sem nefndinni
var falið. Akveðið var að hefj-
ast handa við þau verk sem
hægt væri að byrja á án mikils
tilkostnaðar. síðan skyldi tekist
á við þau verk sem unnt yrði að
hefjast handa við á næsta ári,
t.d. söfnun upplýsinga, úrbætur
í samgöngumálum, nýbygging-
ar o.s.frv. Þá var rætt um að fá
fulltrúa frá Sjálfsbjörg til þess
að vera með á fundum nefndar-
innar sem ráðgjafí í þeim mál-
um sem nefndarmenn hefðu
ekki næga þekkingu á. Af ein-
hverjum ástæðum sem ekki
fínnast í gögnum var Öryrkja-
bandalagi Islands skrifað bréf
daginn eftir þennan fyrsta fund
nefndarinnar og þar óskað eftir
tilnefningu bandalagsins í stað
Sjálfsbjargar.
Öryrkjabandalagið brást
skjótt við og skipaði Ólöfu
Ríkarðsdóttur í nefndina fyrir
sína hönd. Hún sat þá í stjóm Ör-
yrkjabandalagsins sem fulltrúi
Sjálfsbjargar þannig að vissulega
fengu hreyfihamlaðir sinn full-
trúa í nefndina
Þegar málsgögn em skoðuð frá
þessum tíma sést að unnið var að
málefninu af krafti og fundir
haldnir þétt. Næsti fundur var
haldinn þann 16. október þar sem
Ólöf mætti ásamt þáverandi for-
stjóra Strætisvagna Reykjavíkur,
Eiríki Ásgeirssyni. Á þeim fundi
var rætt um rekstur Kiwanisbíls-
ins svonefnda sem Kiwanis-
hreyfingin á Islandi hafði gefið
Sjálfsbjörg landssambandi fatl-
aðra árið 1977 og hafði verið
nýttur að mestu í þágu íbúa
Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfs-
bjargar.
Eftir miklar umræður á þeim
fundi voru eftirtaldar tillögur
mótaðar um ferðaþjónustu, sem
nefndin skyldi leggja fyrir næsta
borgarstj ómarfund.
Hrafn Sæmundsson og Sigursveinn D.
Kristinsson voru m.a. í hópi þeirra sem sáu
um skipulagningu göngunnar.
A. 1. Reykjavíkurborg
tekur að sér að tryggja rekstur
Kiwanisbílsins, fyrst um sinn í
samvinnu við Vinnu- og dvalar-
heimili Sjálfsbjargar.
2. Leitað verði verðtilboða í
tvo sérhannaða bíla fyrir hjóla-
stólabundið fólk.
3. Athugaðir verði mögu-
leikar á því að koma fyrir lyftu-
og öðrum búnaði í einum af
strætisvögnum S.V.R. Mætti nota
þann vagn fyrir sérþarfir þessa
fólks, t.d. flutninga í leikhús,
myndlistarsýningar, skemmti-
ferðir o.fl.
B. Borgarverkfræðingi verði
falið að gera tillögur um ákveðn-
ar hindrunarlausar gönguleiðir
fyrir hreyfihamlaða og leggja
fyrir borgarráð í hvaða röð rétt sé
að framkvæma nauðsynlegar að-
gerðir. Jafnframt fylgi kostnaðar-
áætlun um einstakar fram-
kvæmdir.
Þessar tillögur nefndarinnar
voru samþykktar af borgar-
stjóm með 15 samhljóða at-
kvæðum.
Eftir þennan fyrsta fund-
asprett nefndarinnar hélt hún
áfram að starfa út árið 1980
með sama hætti og í upphafi.
Kom hún látlaust með tillögur
að úrbótum á gangstéttum og
lagði síðar til að skráðar yrðu
með markvissum hætti úrbætur
sem gera þyrfti á stofnunum
Reykjavíkurborgar. Til þess
skyldi nota matslykil með lýs-
ingu á staðli sem mætti þörfum
hjólastólanotenda. Samhliða
hófúst framkvæmdir. Á fyrsta
ári voru gerðar úrbætur á
gönguleið frá Hátúni og niður
Laugaveg. Síðan var farið í að
lagfæra ýmsar byggingar og
má þar nefna að Laugardals-
höllin var með fyrstu húsunum
sem lagfærð voru. Æskulýðshús-
ið í Árbæ var tilbúið til notkunar
1981 og var það hannað með
þarfír hreyfihamlaðra í huga. Á
þessum tíma fór einnig að bera á
því að íbúðir í blokk sem byggð
var í Mjóumýrinni væru að-
gengilegar þ.e.a.s. þær sem voru
á jarðhæð.
Sameinuðu þjóðirnar höfðu
samþykkt að árið 1981 skyldi
verða Alþjóðaár fatlaðra undir
kjörorðinu - fullkomin þátttaka
og jafnrétti -.
Var nefndin endurskipuð frá
áramótum 1981 og fékk nýtt
nafn, ALFA-nefnd Reykjavíkur.
42
www.obi.is