Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 46

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 46
fyrir stóran hóp fatlaðra. Þjón- ustuaðilamir em hins vegar mik- ilvæg brú milli áætlana stjóm- valda og vinnuveitenda annars vegar og fatlaðra einstaklinga hins vegar og þjóna því hlutverki að gera draumsýnir og vonir að veruleika. Mikilvægt er að fram- lagi þeirra sé komið á framfæri á skilvirkan hátt. Síðustu 15 árin hefur Evrópu- deild Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun (WI-E) rannsakað gaumgæfdega margar hliðar á at- vinnumálum fólks með fötlun og gefið út skýrslur og tilmæli. Þar má telja: • Launuð störf íýrir fatlað fólk • Fyrirmyndar fyrirkomu- lag á vinnustöðum fyrir fatlaða einstaklinga • Samstarf vinnustaða fyrir fatlað fólk og annarra fyrirtækja • Hagfræðilega greiningu á vinnustöðum fyrir fatlaða • Atvinnu fyrir fólk sem býr við mikla fötlun • Tækifæri og ógnun sem felst í nýjum atvinnugreinum og vinnuaðferðum • Aðlögun að nýjum stefn- um og straumum í atvinnulífi og félagslegri samþættingu • Stuðning við atvinnu fólks með þroskahömlun og geð- fötlun • Fræðslu á sviði tölvu- og upplýsingatækni og símenntun fatlaðra einstaklinga • Hvers kyns aðbúnað og aðlögun sem getur stuðlað að jöfnum tækifærum • Framgang og tilfærslu fatlaðs fólks í starfi Fulltrúar á ársfundi Evrópu- deildar Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun í Reykjavík 27. - 30. maí 2003 miðluðu þekk- ingu og reynslu af störfum sín- um. Þetta leiddi til Reykjavíkur- yfirlýsingarinnar; áætlunar um jöfn tækifæri til atvinnu fyrir fólk með fötlun í Evrópu. Hún hefur hlotið samþykki allra með- lima samtakanna og það er ósk okkar að svo muni einnig verða frá öðrum samtökum sem vinna að atvinnumálum fatlaðra ein- staklinga. Reykjavíkuryfirlýsingin er í þremur hlutum: 1. Framtíðarsýn og markmið 2. Leiðarljós 3. Tillögur um hvemig hægt er að stuðla að jöfnun tækifæra fyr- ir fatlaða einstaklinga á vinnu- markaðnum Framtíðarsýn og markmið Framtíðarsýn: Takmark okkar er að Evrópa geti státað af því að fólk með fötlun hafi jöfn tækifæri á við aðra á vinnumarkaðnum. Markmið: Að eftir 10 ár sé hlutfall fatl- aðra einstaklinga í atvinnu jafnt því sem almennt þekkist meðal annarra vinnufærra Evrópubúa. Að laga aðstæður á vinnustað og þjónustu að þörfum hvers fatlaðs einstaklings, þ.á.m. stuðla að jöfnum atvinnutækifærum með jákvæðum hætti. Að koma á samstarfi við vinnu- veitendur og samtök þeirra til þess að hámarka tækifæri fatl- aðra einstaklinga á vinnumark- aðnum. Að taka saman áreiðanlegar staðtölur yfir atvinnuþátttöku fatlaðra einstaklinga til þess að hægt sé að vega og meta árangur baráttunnar. Leiðarljós (i) Við styðjum við bakið á fötluðum einstaklingum hvort sem þeir stefna á störf á almenna vinnumarkaðnum, í eigin at- vinnurekstri á vinnustöðum fatl- aðra eða í atvinnu með stuðningi. (ii) Allir starfsmenn gera samning, greidd eru sanngjöm laun eða önnur umbun og upp- lýsingar em veittar um réttindi, þ.m.t.. réttinn til að ganga í stétt- arfélög. (iii) I þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að finna störf á al- menna vinnumarkaðnum veitum við verðug og gefandi störf innan eigin raða. Störf sem em sam- bærileg við það sem tíðkast í at- vinnulífinu og bjóða m.a. upp á framgang í starfi. (iv) Við kappkostum að efla skilning og samskipti við at- vinnurekendur; sem vinnuveit- endur fatlaðra einstaklinga eða væntanlega vinnuveitendur fatl- aðs fólks. (v) Við leggjum megin- áherslu á það í þjónustu okkar að taka tillit til þarfa, væntinga og aðstæðna einstaklingsins með það að markmiði að virkja og efla hæfileika hans. (vi) Við upplýsum einstakl- inginn um þá möguleika sem em í boði og styðjum hann í að taka yfirvegaða ákvörðun í því sem hann varðar. 46 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.