Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 50

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 50
Æfingar og leikir hjá yngstu sundiðkendunum. hóp er boðið upp á æfingar sex sinnum í viku, en afar misjafnt er hversu oft í viku einstaklingar í þessum flokki æfa, allt frá þrem- ur skiptum upp í sex skipti. Æf- ingar þessa hóps miða frekar að undirbúningi fyrir sundmót inn- anlands og utan. I.F.R. hefur lagt áherslu á að bjóða upp á æfíngar sem henta öllum fötlunarflokkum. Flestir sem stunda sund á vegum félags- ins eru hreyfihamlaðir. Einnig er þar að fínna blinda, sjónskerta og heymarskerta iðkendur. Samhliða sundþjálfuninni leggur sunddeild Í.F.R. mikla áherslu á hinn félagslega þátt starfsins. Sá félagsskapur sem boltann gefinn á sig af því hæfni manns er eitthvað skert eða lakari en hæfni hinna. Þess skal þó getið að þjálf- arar sunddeild- ar Í.F.R. hafa eindregið hvatt iðkendur sína til að taka þátt í sundæfmgum hjá öðmm fé- lögum ef þeir fæst með því að stunda íþróttir er ómetanlegur og víst er að mörg vina- og kunningjasam- bönd hafa orðið til í lauginni eða í íþróttahúsinu og mörg þeirra enst vel, jafnvel ámm saman þótt menn hafi fyrir löngu hætt að iðka íþróttir. Sunddeild Í.F.R. stendur m.a. fyrir pizza- og skemmtikvöld- um og þegar farið er í keppnis- ferðir til annarra landa er oft ýmislegt skemmtilegt brallað. I.F.R. hefur t.d. árlega tekið þátt í móti í Svíþjóð sem nefn- ist Malmö open. Þangað geta ílestar deildir innan Í.F.R. sent keppendur og mótið hentar af- ar vel því að þar geta allir keppt, bæði byrjendur og þeir sem lengra em komnir. Það hefur margsannast í þau ár sem I.F.R. hefúr starfað að íþróttaiðkun hefur oft rofið fé- lagslega einangrun fatlaðra bama og unglinga. Undirritað- ur hefur margsinnis heyrt fatl- aða íþróttaiðkendur segja frá erfiðri reynslu sinni innan ann- arra íþróttafélaga. Það hlýtur að vera afar neikvæð upplifun að vera alltaf valinn síðastur í lið eða fá aldrei treysta sér til og þjálfurum þykir sýnt að slíkt gæti skilað þeim ár- angri og ánægju. Einnig er það svo að einstaklingar æfa hjá sunddeild Í.F.R. ásamt því að stunda sundæfingar hjá öðmm félögum á sama tíma og hefur það haft mjög jákvæð áhrif á fatl- að íþróttafólk og einnig haft já- kvæð áhrif á starf annarra sund- deilda. Það er von mín að þessi stutta grein veki foreldra fatlaðra bama til umhugsunar um mikilvægi íþróttaiðkunar barna og ungl- inga. Sunddeild Í.F.R. getur tek- ið við fleiri börnum og ungling- um í vetur vegna þess að æfínga- tímum hefur verið fjölgað. Allar nánari upplýsingar um æfínga- tíma em veittar í Iþróttahúsi fatl- aðra, Hátúni 14 í síma 561-8226. Að síðustu bið ég menn að hafa eftirfarandi hugfast: „AÐ VERA ÞÁTTTAKANDI ER STÆRSTI SIGURINN!“ Halldór Sævar Guðbergsson sundþjálfari Ég skal komast á Malmö open. Einbeitingin skín af sundfólkinu.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.