Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 11
ræmisbeygingu (e. contextual inflection), þ.e. beygingu samsetta og af -
leidda orðsins í heild sinni. Til hægðarauka er hægt að kalla þessar beyg -
ing ar innri og ytri beygingu. Til þess að gera grein fyrir beygðum fyrri
lið um gerir kenningin um klofna beygingu ráð fyrir því að sumar tegund-
ir beyg ingar séu leyfilegar inni í samsettum orðum og afleiddum en um
leið er vikið frá ströngum aðskilnaði orðmyndunar og beygingar í anda
klofnu orð hlutafræðinnar. Kenningin byggist á því að beyging inni í
orðum sé meira í ætt við afleiðslu en venjulega beygingu og það sé í besta
lagi því af leiðsla geti einmitt komið fyrir þar. Þetta á einkum við um tölu-
og stig beygingu. Þar sem dæmi finnast um fallbeygingu í fyrri lið gerir
kenningin ráð fyrir því að þar sé um að ræða merkingarlegt fall (e. se -
mantic case) sem hafi aðeins hlutverki að gegna innan samsetta orðsins,
andstætt samræmis falli (e. structural case) sem sé sú fallbeyging sem setn-
ingafræðin taki mið af, sbr. (2) hér að framan. Þessar skýringar koma hins
vegar illa heim og saman við íslensku dæmin því eignarfall er venjulega
talið eitt af sam ræm is föllunum og ekki merkingarlegt fall í þeim skilningi
(sjá t.d. Haspel math 2002:81).
Í greininni verður reynt að finna svör við eftirfarandi spurn ing um:
(3) a. Hvað felst í kenningunni um klofna orðhlutafræði?
b. Hvers konar beyging finnst í fyrri liðum almennt?
c. Hvers vegna eru beygðir fyrri liðir óvenjulegir?
d. Hvað felst í kenningunni um klofna beygingu?
e. Hvers konar beyging er í fyrri liðum eignarfallssamsetninga?
Komist er að þeirri niðurstöðu m.a. að fallbeygðir fyrri liðir eins og í
íslensku og færeysku séu fremur sjaldséðir í öðrum málum og að þeir beri
ein kenni bæði innri og ytri beygingar. Fallbeygðir fyrri liðir finnast þó í
öðr um málum en þar er oftast um að ræða merkingarleg föll eins og t.d.
sviptifall (e. ablative), staðarfall (e. locative) og verkfærisfall (e. instru -
men tal) sem flokkast sem innri beyging og reyndar hafa merkingarlegu
föllin ýmis einkenni afleiðslu. Endingar merkingarlegu fallanna hafa í sér
fólgna merkingu sem eykur merkingu grunnorðsins líkt og um afleiðslu -
viðskeyti væri að ræða. Annars konar beyging í fyrri liðum (tölubeyging,
stig beyging) er hins vegar nokkuð algeng í öðrum málum. Því er vart
hægt að halda því fram að hægt sé að skilja að beygingu og orðmyndun
með því að segja að öll orðmyndun fari fram á undan setningamynduninni
og að beyg ingin verki eftir að setningin er mynduð, eins og gert er ráð
fyrir í kenn ingunni um klofna orðhlutafræði. Frekar er hallast að því að
kenn ing in um klofna beygingu, þó hún sé ekki gallalaus, geri betur grein
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar um orðhlutafræði 11