Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 25
hlið stætt með nafnorðinu, en það getur líka staðið sérstætt með vera og þá
er beygingarsamræmi milli nafnorðsins og lýsingarorðsins í (28d). Pers -
ónu beyging í sögnum er svo enn eitt dæmi um samræmisbeygingu, þ.e.
þegar samræmi þarf t.d. að vera milli frumlagsins og persónubeygðu
sagn ar innar sbr. (28e). Tíðbeyging er hins vegar ekki samræmisbeyging,
þ.e. það skiptir engu máli fyrir beygingarsamræmið hvort sögnin er í
nútíð eða þátíð. Það sem Anderson (1982:587) vísar því til í (2) er sam -
ræmis beyging í þeim skilningi að það skiptir máli fyrir beygingu viðkom-
andi orðs hvaða stöðu það hefur í setningunni.
5. Fallbeygðir fyrri liðir í íslensku: innri eða ytri beyging?
Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp umræðuna í köflunum á
undan um stöðu beygingarinnar gagnvart orðmynduninni og kenningar
um hana, sbr. (29):
(29)a. Klofin orðhlutafræði: Fullur aðskilnaður orðmyndunar og reglu -
legr ar beygingar þannig að regluleg beyging á ekki að geta komið
fyrir í fyrri lið samsetninga. Óregluleg beyging af ýmsu tagi getur
hins vegar komið fyrir þar (sbr. 4).
b. Klofin beyging: Beygingin skiptist í innri og ytri beygingu. Innri
beyg ing á heima með orðmynduninni og ýmsar tegundir hennar
geta því komið fyrir í fyrri lið samsetninga. Þar getur bæði verið
um að ræða reglulega og óreglulega beygingu. Innri beygingin á
ýmis legt sameiginlegt með afleiðslu. Ytri beyging er sam ræm is -
beyg ing og á heima í setningafræðinni.
Í þessum kafla er ætlunin að greina betur fallbeygða fyrri liði í íslensku og
í ljósi yfirlitsins í (29) þá er mikilvægt að fá svör við spurningunum í (30):
(30)a. Er um að ræða reglulega og virka fallbeygingu í fyrri liðum sam-
setninga í íslensku?
b. Eða er um að ræða fallbeygingu sem hefur einhver einkenni af -
leiðslu, sbr. merkingarlegu föllin í (25)?
Þegar fallbeyging í fyrri liðum er skoðuð kemur í ljós að hún er regluleg,
sbr. dæmin í (17) og að eignarfallssamsetning sem orðmyndunaraðferð er
virk í íslensku. Sömu eignarfallsmyndirnar koma fyrir í ýmiss konar sam-
hengi, t.d. í andlagsstöðu, með forsetningu og í fyrri lið samsetts orðs, sbr.
töflu 2 á næstu síðu.
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar um orðhlutafræði 25