Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 38
Vegna þess hve dæmin eru fá er ekki hægt að draga tölfræðilegar ályktanir
af þessu yfirliti um dreifingu stílfærslu eftir setningagerðum eða teg -
undum framfærðra orða og liða en það er a.m.k. greinilegt að framfærslur
af þessum toga koma býsna oft fyrir í aðalsetningum og að atviksorð eiga
mjög gjarna hlut að máli. Þess má geta að þessir textar einkennast einnig
af ýmsum öðrum ritmálslegum fyrirbærum, s.s. frásagnarumröðun (sögn
í fyrsta sæti á undan frumlagi í fullyrðingasetningum í frásagnartextum),
eftirsettum fornöfnum (drengur sá, stúlka ein) og hátíðlegri orðanotkun
(eigi, telpa, tilvísunartengingin er í stað sem o.s.frv.). Miðað við að stíl -
færsla sé meðvitað stílbragð þarf þessi tiltölulega háa tíðni stílfærslu í svo
afmörkuðu textasafni e.t.v. ekki að koma á óvart.4 Í viðtölum í tengslum
við tilbrigðakönnun III kom líka fram að stílfærsla þótti „eldra eða fágaðra
mál“ í samanburði við venjulegu röðina og sumir sögðust frekar myndu
nota tilbrigðið í ritmáli en talmáli (sjá Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angan -
týsson og Heimi Frey Viðarsson væntanl.).
Einnig var leitað að það-leppnum á eftir að, hvort, sem, þegar, þótt, ef,
nema, síðan, fyrst, hvað og á undan persónubeygðri sögn þar sem annað
hvort var óákveðið frumlag aftar í setningunni eða ekkert yfirborðsfrum-
lag. Í ÍOT fundust um 300 dæmi af þessari gerð, langflest í að-setningum
(um 250). Dæmi um það-innskot eru hlutfallslega fleiri í ÍS-TAL (um 280
alls) en dreifingin eftir tegundum aukasetninga er svipuð þannig að ég
fjalla ekki um þau dæmi sérstaklega.
Því hefur verið haldið fram að stílfærsla og það-innskot hafi það form-
gerðarlega hlutverk að fylla upp í eyður eftir frumlög sem hafa verið færð
eða „fjarlægð“ (sjá t.d. Maling 1980 og Holmberg 2000). Í ljósi þess er
forvitnilegt að kanna að hvaða marki hægt er að sleppa því að fylla upp í
frumlagseyðuna. Í a-setningunum í (28)–(35) má sjá nokkur dæmi um
það-innskot í að-setningum og í b-setningunum er gerð tilraun til að
sleppa leppnum:
(28)a. Ég var bara að segja að það væri óskaplega heitt
b. Ég var bara að segja að ___ væri óskaplega heitt
(29)a. loks hafa menn sagt að það væri siðferðisleg skylda Íslendinga að ...
b. ?loks hafa menn sagt að ___ væri siðferðisleg skylda Íslendinga
að ...
Ásgrímur Angantýsson38
4 Leit í stúdentsprófsritgerðum Verzlunarskólanema að stökum atviksorðum og sögn-
um í lh.þt. og nh. á undan persónubeygðri sögn skilaði 36 dæmum í aukasetningum tengd-
um með ef, hvort og sem.