Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 38

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 38
Vegna þess hve dæmin eru fá er ekki hægt að draga tölfræðilegar ályktanir af þessu yfirliti um dreifingu stílfærslu eftir setningagerðum eða teg - undum framfærðra orða og liða en það er a.m.k. greinilegt að framfærslur af þessum toga koma býsna oft fyrir í aðalsetningum og að atviksorð eiga mjög gjarna hlut að máli. Þess má geta að þessir textar einkennast einnig af ýmsum öðrum ritmálslegum fyrirbærum, s.s. frásagnarumröðun (sögn í fyrsta sæti á undan frumlagi í fullyrðingasetningum í frásagnartextum), eftirsettum fornöfnum (drengur sá, stúlka ein) og hátíðlegri orðanotkun (eigi, telpa, tilvísunartengingin er í stað sem o.s.frv.). Miðað við að stíl - færsla sé meðvitað stílbragð þarf þessi tiltölulega háa tíðni stílfærslu í svo afmörkuðu textasafni e.t.v. ekki að koma á óvart.4 Í viðtölum í tengslum við tilbrigðakönnun III kom líka fram að stílfærsla þótti „eldra eða fágaðra mál“ í samanburði við venjulegu röðina og sumir sögðust frekar myndu nota tilbrigðið í ritmáli en talmáli (sjá Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angan - týsson og Heimi Frey Viðarsson væntanl.). Einnig var leitað að það-leppnum á eftir að, hvort, sem, þegar, þótt, ef, nema, síðan, fyrst, hvað og á undan persónubeygðri sögn þar sem annað hvort var óákveðið frumlag aftar í setningunni eða ekkert yfirborðsfrum- lag. Í ÍOT fundust um 300 dæmi af þessari gerð, langflest í að-setningum (um 250). Dæmi um það-innskot eru hlutfallslega fleiri í ÍS-TAL (um 280 alls) en dreifingin eftir tegundum aukasetninga er svipuð þannig að ég fjalla ekki um þau dæmi sérstaklega. Því hefur verið haldið fram að stílfærsla og það-innskot hafi það form- gerðarlega hlutverk að fylla upp í eyður eftir frumlög sem hafa verið færð eða „fjarlægð“ (sjá t.d. Maling 1980 og Holmberg 2000). Í ljósi þess er forvitnilegt að kanna að hvaða marki hægt er að sleppa því að fylla upp í frumlagseyðuna. Í a-setningunum í (28)–(35) má sjá nokkur dæmi um það-innskot í að-setningum og í b-setningunum er gerð tilraun til að sleppa leppnum: (28)a. Ég var bara að segja að það væri óskaplega heitt b. Ég var bara að segja að ___ væri óskaplega heitt (29)a. loks hafa menn sagt að það væri siðferðisleg skylda Íslendinga að ... b. ?loks hafa menn sagt að ___ væri siðferðisleg skylda Íslendinga að ... Ásgrímur Angantýsson38 4 Leit í stúdentsprófsritgerðum Verzlunarskólanema að stökum atviksorðum og sögn- um í lh.þt. og nh. á undan persónubeygðri sögn skilaði 36 dæmum í aukasetningum tengd- um með ef, hvort og sem.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.