Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 64
2.3 Blandaða setningagerðin á 20. öld
Fyrstu þrjá ára tugi 20. aldar virðist blandaða setningagerðin halda sjó ef
marka má dæma hlutfallið á Tíma rit.is — dæmin fjórum til fimm sinnum
fleiri en ef dreifingin væri jöfn allt frá 1840. Á fjórða áratugnum lækkar
hlutfallið talsvert og dæmin verða rúm lega þrisvar sinnum fleiri en í jafnri
dreifingu. Á fimmta áratugnum eru þau rúm lega tvöfalt fleiri en í jafnri
dreifingu, og á sjötta áratugnum eru dæmin orðin heldur færri en búast
mætti við ef dreifingin væri jöfn. Eftir það fer þeim svo enn fækkandi, og
í lok áttunda ára tugar 20. aldar er notkun setningagerðarinnar með til-
finninga- og skynj unar sögnum nær alveg horfin.12
Fáir aðrir rafrænir textar frá síðustu 100 árum en blöð og tímarit eru
aðgengi legir til leitar. Ef blandaða setningagerðin var talin rangt mál þegar
kom fram á 20. öld ina, eins og tilvitnuð orð Björns Guðfinnssonar (1940:
76) hér að framan benda til, má líka búast við því að hennar gæti lítið í
útgefnum og próf arka lesnum bókum. Það er því athyglis vert að einu 20.
aldar dæmin sem ég hef fundið í Ritmálssafni Orða bókar innar (4e) eru öll
úr sömu bókinni, þ. á m. þetta:
(32) Það er dálítill hiti kominn í talið og Sigurði finnst, að hann fara
heldur halloka.
Steinþór Þórðarson (1970:28): Nú — nú, bókin sem aldrei var skrifuð
Það er sérstakt við þessa bók að Stefán Jónsson skráði hana beint eftir frá-
sögn Stein þórs Þórðarsonar á Hala, sem var fæddur 1892, og sýnir hún
því óbreytt talmál.
Þótt gagnasöfn um óformlegt íslenskt mál séu af skornum skammti
eru til mikils verðar heimildir um hversdagsmál Vestur-Íslendinga á 20.
öld, bæði bréfasöfn og viðtöl; sjá 2. og 3. nmgr. Í þessum heimildum
kemur blandaða setningagerðin tals vert oft fyrir. Ég hef fundið 15 dæmi
frá 20. öld í vesturfarabréfunum, það yngsta frá 1939, en yngstu bréfin í
Eiríkur Rögnvaldsson64
12 Það er reyndar ekki alveg nákvæmt; það finnast allnokkur dæmi frá síðustu áratug-
um, en flest þeirra eru aug ljósar villur, t.d. víxl orða eins og í (i) (leturbreyting mín) eða
brottfall stafa eins og í (ii) (inn skot mitt):
(i) þá hlýtur að það vera til þess að bjarga stjórninni fremur en hitt.
Fréttablaðið 1. október 2009, bls. 10
(ii) Þetta var ekki dagur Keflvíkinga og ljóst að þeir ver[ð]a að taka sig á.
Morgunblaðið 14. apríl 1999, bls. C2
En vissulega getur verið snúið að ákvarða hvaða dæmi séu villur ‒ í þeim skilningi að annað
standi í text anum en höfundur hans hafði hugsað sér.