Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 71
Slæðingur er af dæmum um slíkar setningar í blöðum og tímaritum, en þó
sárafá miðað við fjölda blönduðu að-setninganna.
(44) sýndist eins og þau vera að bresta í annað sinn.
Lögberg 20. október 1894, bls. 2
(45) Þeim fanst sem þau ætla að fara að drýgja glæp.
Þjóðviljinn 12. febrúar 1938, bls. 4
Af orðum Jakobs Jóh. Smára (1920:275) má ráða að hann telji hér um að
ræða áhrif frá blönduðu að-setningagerðinni, og tengslin milli þessara
setningagerða eru augljós. Blönd uðu samanburðarsetningarnar sjást fyrst
nokkrum áratugum eftir að blandaðar að-setningar koma fram, eins og
við er að búast ef um áhrifsbreytingu er að ræða. Tíðni beggja setninga-
gerða eykst snögglega um og upp úr 1890, og í báðum setninga gerðum
eru flest dæmin frá áratugunum þar á eftir, fram um 1920. Hlutfall dæma
úr vestur íslensku blöðunum er líka hátt í báðum gerðum, dæmum um
báðar fækkar smátt og smátt þegar líður á 20. öld, og báðar hverfa nær
alveg á þriðja fjórðungi aldarinnar.
3. Tilurð, eðli og formgerð blönduðu setningagerðarinnar
3.1 Tvær tegundir nafnháttarsetninga
Í þessum kafla verður fjallað um setningafræðilegt eðli blönduðu setn-
ingagerðarinnar. En áður en lengra er haldið er rétt að gera nokkra grein
fyrir mismunandi tegundum nafn háttarsetninga sem hér koma mjög við
sögu. Ítarlegt yfirlit um nafnháttar setn ingar er að finna hjá Höskuldi
Þráinssyni (2005:409–433, 2007:410–443) en hér verður aðeins fjallað
um tvær tegundir sem máli skipta fyrir viðfangsefni greinarinnar.
Meðal þeirra sagna sem taka með sér blönduðu setningagerðina eru
sýnast og virðast, eins og Jakob Jóh. Smári nefnir (1920:275) og vísað er til
hér að framan.16 En auk þess að taka með sér tengda persónuháttarsetningu
eins og (46a) og ótengda nafn háttar setningu með frumlagi eins og (46b)17
Setningarugl? 71
16 þykja er svipaðrar merkingar og getur hagað sér á sama hátt, en tekur þó sjaldan með
sér að-setningu.
17 Sú formgerð er stundum nefnd nefnifall með nafnhætti (e. nominative with infini-
tive) (sjá Höskuld Þráins son 2005:428–431; 2007:415). Nefnifallsliðurinn er frumlag
aukasetningarinnar og fær merk ingarhlut verk sitt frá sögn hennar, en gegnir jafnframt
andlagshlutverki í aðalsetningunni.