Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 80
lagi koma þykja (9) og finnast (10) fyrst fram. Síðastnefnda sögnin er lang-
algengasta sögnin í þessari setningagerð allan líf tíma hennar, allt fram á
sjö unda áratug 20. aldar, en hinar sagnirnar þrjár eru einnig áberandi allan
tímann.24
Nokkrar sagnir bætast við síðar. Í bréfi frá 1878 kemur blandaða setn -
inga gerðin fyrir með dreyma (18), með minna í bréfi 1880, og með heyrast
í bréfi frá 1886 (20), en allar sagnirnar eru þó sjald gæfar í þessari setninga-
gerð. Þegar kemur fram á 20. öld bætist við skiljast sem nokkur dæmi eru
um, það elsta frá 1918 (31). Fáeinar sagnir til við bótar af þessu merking-
arsviði koma fyrir einu sinni hver í blönd uðu setn inga gerð inni en trú legt
er að einhver þeirra dæma séu villur.
Hér er þó rétt að hafa í huga að tvímyndir eins og sýndar eru í (1) og
(7)–(8), þar sem frumlagslausar ótengdar nafnháttarsetningar og að-setn-
ingar með frumlagi og sögn í persónuhætti koma fyrir með sömu sögn,
eru ekki bundnar við tilfinninga- og skynj unar sagnir. Þær koma einnig
fyrir með sumum stýrisögnum, s.s. lofa (og einnig biðja í eldra máli):
(78)a. Ég lofaði að fara heim
b. Ég lofaði að ég færi heim
Ef um væri að ræða einhvers konar „setningarugl“ eða setningagerðum
„blandað saman“ í blönduðu setningagerðinni, eins og Björn Guðfinnsson
(1940:76) og Jakob Jóh. Smári (1920:275) virðast álíta, mætti búast við því
að slíkt „rugl“ eða „blöndun“ kæmi einnig fyrir með öðrum sögnum sem
taka með sér tvímyndir af þessu tagi. En setningar á við (79) eru algerlega
ótækar í nútímamáli og ég hef engin dæmi fundið um það, hvorki að
fornu né nýju, að stýrisagnir taki blönduðu setningagerðina:
(79) *Ég lofaði að ég fara heim
Annar flokkur sagna sem hér þarfnast skoðunar eru álits- og yfir -
lýsingasagnir eins og segja, telja og álíta. Þetta eru sagnir sem taka þolfall
með nafnhætti (e. accusative with infinitive) (sjá Höskuld Þráinsson 2005:
425–428; 2007:436–439), en geta einnig tekið að-setningu með frumlagi
og persónuháttarsögn:
(80)a. Ég sagði/taldi hana vera ríka
b. Ég sagði/taldi að hún væri rík
Eiríkur Rögnvaldsson80
24 Sögnin reynast tekur einnig með sér tengdar frumlagslausar nafnháttarsetningar frá
18. fram á 20. öld.