Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 99
(4) kör /kör/ – kjör /kjör/
Eiríkur Rögnvaldsson (1993:56, 2013:98) og Guðvarður Már Gunnlaugs -
son (1993) hafa sett fram hugmyndir af þessu tagi (Guðvarður gengur
reyndar lengra og gerir ráð fyrir að það sé líka /j/ sem veldur framgómun
á undan /e, ei/ í erfðarorðum eins og vikið verður að hér á eftir).9 Haukur
(2013a:65) nefnir reyndar hugmyndir Guðvarðar en ræðir þær ekki í smá-
atriðum. Jón Axel Harðarson (2007:80n) segir aftur á móti að í fornu
máli hafi orð eins og kjarr og vekja haft hljóðasamböndin [c+j] en í nýmáli
sé „j-ið á eftir hinu framgómmælta lokhljóði hins vegar horfið … og því er
fyrra atkvæðið í vekja opið og sérhljóð þess langt“. Það er áreiðanlega
alveg rétt að fyrra atkvæðið í orðum af þessu tagi er langt og opið, en það
segir hins vegar ekkert um það hvort þetta /j/ (hvort sem það er nú öng-
hljóð eða hálfsérhljóð) sé horfið eða ekki því að áhersluatkvæði á undan
hljóðasamböndunum /p, t/ + /j/ eru líka löng (sbr. nepja, letja) og þar er
/j/ greinilega ekki horfið.
Gunnar Ólafur Hansson ræðir greiningu af þessu tagi líka í andmæl-
um sínum (2013:200–201) og bendir á að í raun sé „nánast ómögulegt að
greina til hlítar á milli þess hvort í hljóðkerfislegu tilliti er á ferðinni klasi
samhljóðs og hálfsérhljóðs, /kj/, eða þess í stað eitt stakt samhljóð sem
ber aukahljóðmyndun, /kj/“. Þess vegna er ekki víst að hljóðritunin í (3)
sé alveg rétt og bilið milli framburðar og fónemgreiningar í stíl við (4)
getur því verið minna en samanburður við hljóðritunina í (3) bendir til.10
Frá hljóðfræðilegu sjónarmiði er því ekkert því til fyrirstöðu að gera ráð
fyrir því að sum dæmi um [ch] séu fulltrúar fónemanna /kj/ en önnur
standi fyrir /k/ á undan frammæltum sérhljóðum eins og /í, i/ til dæmis.
Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 99
haflegt /ǫ/) og kjör (upphaflegt /ø/) . Hin meinta lágmarksandstaða [kh] og[ch] varð fyrst
til við samfall sérhljóðanna.
9 Í þessu sambandi bendir Guðvarður á (1993:41) að „töluvert er um það í handritum
allt frá 14. öld að skrifað sé ‘iæ’ og jafnvel ‘ie’ á eftir k og g. Ritvenja þessi eykst á 15. og 16.
öld, sérstaklega á undan e (sjá Stefán Karlsson 1989:38, 42)“. Það er því svolítið villandi
þegar Haukur segir (2013a:68): „Í íslenskri stafsetningu hafa orð sem hefjast á [kh] og [c]
jafnan haft sama upphafstákn og sama er að segja um orð sem hefjast á [k] og [c].“
Samkvæmt Stefáni Karlssyni hafa ritarar þó stundum greint á milli þessara hljóða í staf-
setningu þótt „upphafstáknið“ hafi verið hið sama. Svo má líka nefna að enn er hægt að
finna dæmi (t.d. á Netinu) um að j sé skotið inn í á eftir k eða g á undan e í stafsetningu en
ekki á undan í eða i svo ég hafi tekið eftir.
10 Gunnar Ólafur telur reyndar að hljóðritun á borð við [kj] væri réttari en [c] og í því
sambandi má nefna að Björn Guðfinnsson notaði hljóðritunina [kj] í hljóðlýsingu sinni (t.d.
1946:37 o.áfr.).