Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 110
og k-orðum hins vegar ræðst af framburði viðkomandi skálda og hag-
yrðinga en ekki af hefð, þ.e. af því hvort þau hafa hv-framburð eða kv-
framburð, verður auðskiljanlegt hvernig á því stendur að það er greinileg
fylgni milli þess hvaðan skáldin eru upprunnin og hvernig þau stuðla hv-
orð. Hér eru fjögur dæmi frá þekktum skáldum frá Norðurlandi (kv-
svæði) annars vegar og Suðurlandi (hv-svæði) hins vegar:
(14)a. kv-stuðlun:
Byljir kátir kveðast á,
hvín í sátri og hjöllum.23
(Stephan G. Stephansson, uppalinn í Skagafirði og S-Þingeyjar-
sýslu á síðari hluta 19. aldar.)
b. kv-stuðlun:
á hverju einasta kvöldi
karl einn þangað rær.
(Davíð Stefánsson, Eyfirðingur, uppi á 20. öld.)
c. hv-stuðlun:
Eg er að hugsa um hvernig fer,
hvort þú sért í vanda.
(Þorsteinn Erlingsson, uppalinn í Rangárvallasýslu á síðari hluta
19. aldar.)
d. hv-stuðlun:
og naktir armar og hrjúfir hljómar
hverfðust í glitrandi móðu
(Tómas Guðmundsson, Árnesingur, uppi á 20. öld.)
Þennan mun og þessa fylgni við uppruna og líklegan framburð er einfald -
ast að skýra með því að þeir sem hafa kv-framburð hafi einfaldlega /k/ í
þessum hv-orðum og ekki /h/.
Þrátt fyrir þetta eru fáein dæmi til um að sama skáldið stuðli hv-orð
ýmist á móti h-orðum eða k-orðum, eins og Eysteinn Sigurðsson hefur
bent á (1986). Meðal skálda sem þannig virðast fara að er Bólu-Hjálmar
(uppalinn við Eyjafjörð á 19. öld en bjó lengst af í Skagafirði). Eysteinn
skýrir það svo að hann kunni að hafa haft blandaðan hv-/kv-framburð og
þá líklega þannig að flest hv-orð hafi hann borið fram með kv-framburði
en önnur ekki eða síður (1986:16). Annað skáld af svipuðu svæði og tíma
er Jónas Hallgrímsson og Eysteinn telur (1986:18) að hann hafi oftast
Höskuldur Þráinsson110
23 Eins og sjá má hefði verið ofstuðlun (aukastuðlun) í seinni línunni ef Stephan hefði
getað látið hv- stuðla á móti hj- eins og þeir geta sem hafa hv-framburð.