Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 113

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 113
Og þá má enn spyrja hvort ástæða sé til að „taka út fyrir sviga“ einn þátt eins og raddleysi hljóðanna [ç, , ] og [] og gera hann að sérstakri „hljóðsneið“ eða hljóðani, þ.e. /h/. Væri þá ekki eðlilegt að greina [f] sem /hv/ og [θ] sem /hð/, úr því að farið væri að nota /h/ til að greina raddleysi í önghljóðum og hljómendum? Líklegt er að mörgum þætti það óeðlileg greining. Hér er því til að svara að ef greiningu [f] sem /hv/ og greiningu [θ] sem /hð/ mætti styðja einhverjum sjálfstæðum rökum, t.d. þeim að [f] og [θ] stuðluðu við [h], þá væri hún alveg „eðlileg“. En nú vill svo til að slík rök virðast ekki vera fyrir hendi. Um þetta segir Haukur síðan (2013a:70): Ef stuðlunin [þ.e. stuðlun orða stafsettra með hj-, hl-, hn- og hr-] er hljóð - kerfis lega eðlileg [þ.e. þar liggur /h/ eða #h# að baki] þarf því að vera eitt - hvað sem greinir [θ] og [f] frá hinum órödduðu hljóðunum og veldur því að málnotandinn greini þessi hljóð ekki með #h# í baklægri gerð. Mér þykir vandséð á hverju þessi aðgreining gæti byggst. Ég held hins vegar að þetta sé ekkert sérstaklega „vandséð“, jafnvel þótt við gerum ekki ráð fyrir að orð stafsett með hj-, hl-, hn- og hr- hefjist á [h]. Fónemin (eða málhljóðin) /þ/ og /f/ eru nefnilega önghljóð í eðli sínu og það er mjög eðlilegt og algengt í tungumálum heimsins að önghljóð séu órödduð (og það endurspeglast þá væntanlega í algildismálfræðinni, e. universal grammar, þ.e. þeim almennu „hugmyndum“ sem málnotendur hafa um eðli mannlegs máls við upphaf máltöku). Það er því ekkert „óvænt“ fyrir málnotandann að orð geti hafist á órödduðu önghljóði. Fónemin /l, m, n, r/ eru hins vegar svonefndir hljómendur (e. sonorants) og hljómendum er ekki eðlilegt að vera óraddaðir, þ.e. óraddaðir hljóm- endur eru almennt sjaldgæfir í málum heimsins og koma yfirleitt aðeins fyrir við sérstakar aðstæður.28 Þetta má líka orða svo að gildið [–raddað] Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 113 (2013:201), þ.e. þeirri að „fónemið /h/ hafi hljóðbrigðið [] þegar /l/ fer á eftir“ og orð eins og hlaupa til dæmis hefjist því á /hl/ sem kemur fram sem [l] í framburði. Ég sé svo sem ekki að það breyti miklu hvort við gerum ráð fyrir að sá óraddaði hluti af /l/ sem við heyr- um í orðum af þessu tagi og kemur fram á mælingum sé afbrigði af fóneminu /h/ eða hvort fónemið /h/ rennur með þessum hætti saman við fónemið /l/ í framburði eða veldur afröddun á því, eins og Eiríkur gerir ráð fyrir. Í báðum tilvikum þarf að gera ráð fyrir /h/ sem síðan hverfur eða samlagast /l/ eða öðrum eftirfarandi hljóðum af svipuðu tagi með einhverjum hætti, þótt Magnús Pétursson (1976:36, 60; 1978:61–62) teldi mælingar reynd- ar sýna að í orðum af þessari gerð mætti a.m.k. stundum finna merki um [h]. 28 Eins og yfirlesari bendir á endurspeglast umræddur munur önghljóða og hljómenda líka í því að í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu (IPA) eiga órödduð önghljóð sín sérstöku tákn en engin sértákn eru fyrir órödduð afbrigði af hljómendunum /l, m, n, r/. Í hljóðritun er raddleysi þeirra því sýnt með sérstöku raddleysismerki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.