Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Qupperneq 113
Og þá má enn spyrja hvort ástæða sé til að „taka út fyrir sviga“ einn þátt eins
og raddleysi hljóðanna [ç, , ] og [] og gera hann að sérstakri „hljóðsneið“
eða hljóðani, þ.e. /h/. Væri þá ekki eðlilegt að greina [f] sem /hv/ og [θ] sem
/hð/, úr því að farið væri að nota /h/ til að greina raddleysi í önghljóðum og
hljómendum? Líklegt er að mörgum þætti það óeðlileg greining.
Hér er því til að svara að ef greiningu [f] sem /hv/ og greiningu [θ] sem
/hð/ mætti styðja einhverjum sjálfstæðum rökum, t.d. þeim að [f] og [θ]
stuðluðu við [h], þá væri hún alveg „eðlileg“. En nú vill svo til að slík rök
virðast ekki vera fyrir hendi. Um þetta segir Haukur síðan (2013a:70):
Ef stuðlunin [þ.e. stuðlun orða stafsettra með hj-, hl-, hn- og hr-] er hljóð -
kerfis lega eðlileg [þ.e. þar liggur /h/ eða #h# að baki] þarf því að vera eitt -
hvað sem greinir [θ] og [f] frá hinum órödduðu hljóðunum og veldur því að
málnotandinn greini þessi hljóð ekki með #h# í baklægri gerð. Mér þykir
vandséð á hverju þessi aðgreining gæti byggst.
Ég held hins vegar að þetta sé ekkert sérstaklega „vandséð“, jafnvel þótt
við gerum ekki ráð fyrir að orð stafsett með hj-, hl-, hn- og hr- hefjist á [h].
Fónemin (eða málhljóðin) /þ/ og /f/ eru nefnilega önghljóð í eðli sínu og
það er mjög eðlilegt og algengt í tungumálum heimsins að önghljóð séu
órödduð (og það endurspeglast þá væntanlega í algildismálfræðinni, e.
universal grammar, þ.e. þeim almennu „hugmyndum“ sem málnotendur
hafa um eðli mannlegs máls við upphaf máltöku). Það er því ekkert
„óvænt“ fyrir málnotandann að orð geti hafist á órödduðu önghljóði.
Fónemin /l, m, n, r/ eru hins vegar svonefndir hljómendur (e. sonorants)
og hljómendum er ekki eðlilegt að vera óraddaðir, þ.e. óraddaðir hljóm-
endur eru almennt sjaldgæfir í málum heimsins og koma yfirleitt aðeins
fyrir við sérstakar aðstæður.28 Þetta má líka orða svo að gildið [–raddað]
Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 113
(2013:201), þ.e. þeirri að „fónemið /h/ hafi hljóðbrigðið [] þegar /l/ fer á eftir“ og orð eins
og hlaupa til dæmis hefjist því á /hl/ sem kemur fram sem [l] í framburði. Ég sé svo sem
ekki að það breyti miklu hvort við gerum ráð fyrir að sá óraddaði hluti af /l/ sem við heyr-
um í orðum af þessu tagi og kemur fram á mælingum sé afbrigði af fóneminu /h/ eða hvort
fónemið /h/ rennur með þessum hætti saman við fónemið /l/ í framburði eða veldur
afröddun á því, eins og Eiríkur gerir ráð fyrir. Í báðum tilvikum þarf að gera ráð fyrir /h/
sem síðan hverfur eða samlagast /l/ eða öðrum eftirfarandi hljóðum af svipuðu tagi með
einhverjum hætti, þótt Magnús Pétursson (1976:36, 60; 1978:61–62) teldi mælingar reynd-
ar sýna að í orðum af þessari gerð mætti a.m.k. stundum finna merki um [h].
28 Eins og yfirlesari bendir á endurspeglast umræddur munur önghljóða og hljómenda
líka í því að í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu (IPA) eiga órödduð önghljóð sín sérstöku tákn
en engin sértákn eru fyrir órödduð afbrigði af hljómendunum /l, m, n, r/. Í hljóðritun er
raddleysi þeirra því sýnt með sérstöku raddleysismerki.