Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 115

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 115
eða hljóðkerfislegar skýringar leiði í ógöngur. Megingallinn við þessa aðferð Hauks er sá að stundum þarf að gera ráð fyrir að hefðarreglur og stafsetning skipti öllu máli, t.d. þegar orð rituð með hl-, hn-, hr- og hj- stuðla á móti orðum sem byrja á h- með eftirfarandi sérhljóði. Í öðrum til- vikum þarf hins vegar að segja að þessi atriði skipti litlu eða engu máli, t.d. þegar hv- stuðlar á móti k- eða þegar svonefnd sníkjuhljóðsstuðlun kemur upp (t.d. þegar sn- og sl- stuðla á móti st-, sbr. nmgr. 25).31 Þetta hömlu- leysi á því hvernig og hvenær vísað er til hefðar og stafsetningar veldur því að skýringargildið verður ákaflega takmarkað. Annar galli á þessari aðferð er síðan sá að hún dregur úr trúverðugleika stuðlasetningar sem heimildar um hljóðkerfi og málbreytingar eins og áður var bent á. Með þetta í huga hefur hér verið reynt að færa rök að því að hljóðkerfis - legar skýringar á samstuðlun mismunandi gómhljóða og samstuðlun h- orða séu ekki eins ólíklegar og Haukur Þorgeirsson heldur fram í dokt- orsritgerð sinni (2013a). Þess vegna sé óþarft, og í raun rangt, að vísa eins oft til hefðar og stafsetningar og hann gerir. Í þeim rökstuðningi hefur verið vitnað til ýmissa málfræðinga sem áður hafa fjallað um þetta efni og stuðst við hugmyndir þeirra að verulegu leyti og þær bræddar saman. Gussmann (1984) vildi halda því fram að öll framgómmælt lokhljóð væru leidd af uppgómmæltum með sama hætti, þ.e. með sams konar fram- gómunarreglu sem væri að vísu ekki hljóðfræðilega eðlileg. Haukur eyðir miklu púðri í að sýna fram á að þessi skoðun Gussmanns hljóti að vera röng og þar hefur hann áreiðanlega rétt fyrir sér, eins og Eiríkur Rögn valdsson (1993, 2013), Guðvarður Már Gunnlaugsson (1993), Krist ján Árna son (2005, 2011) og Gunnar Ólafur Hansson (2013) hafa líka bent á, hver með sínu móti. Aðalatriðið er hins vegar það að ekkert mælir í raun gegn því að öll framgómmælt lokhljóð í íslensku séu leidd af uppgómmæltum, ekki bara sögulega heldur samtímalega. Líklegt verður að telja að þau reglu legu og algengu víxl milli uppgómmæltra og framgómmæltra lok- hljóða í beygingum orða (sbr. aka – aki, sekur – sekir o.s.frv.) hafi stuðlað að langlífi þessarar afleiðslu. Hér er því haldið fram að þessi afleiðsla sé grundvöllur samstuðlunar uppgómmæltra og framgómmæltra lokhljóða í íslensku. Það kann að vísu að fela í sér að fónemhugtakið í skilningi hefð - bundinnar hljóð kerfisfræði formgerðarstefnunnar dugi ekki til að skýra stuðlun og þörf sé á fónemhugtaki sem er eitthvað óhlutstæðara (eða hlut- Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 115 31 Haukur ræðir reyndar ekki stuðlun af þessu tagi, svo ég fái séð, né heldur aðrar flækjur í stuðlun s-orða. Ragnar Ingi fjallar aftur á móti um þær í alllöngu máli (2010, 4. kafli).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.