Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 124

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 124
Sú hreintungustefna, sem miðar að því að varðveita móðurmálið, stuðlar að festu og samhengi tungunnar. Hefur það ótvírætt gildi fyrir alla skipulega stjórnarhætti. Auk þess ber að hafa í huga að orð af innlendum uppruna eru einatt gagnsæ, þannig að hver maður, sem málið kann, getur skilið þau. Þetta stuðlar að því að tungan verði sameign allrar þjóðarinnar og hlýtur að auð - velda upplýsingamiðlun. Skynsamleg hreintungustefna er því tvímælalaust líkleg til að bæta stjórn sýslumálið sem upplýsingamiðil til almennings. Gauti Kristmannsson (2004) ræðir ýmsar þversagnir og vanda sem fylgir íslenskri hreintungustefnu þar sem endurnýjun þarf „að fara fram í gegnum hinn svokallaða grunnorðaforða, orðaforða sem er svo grunnur, ef svo má segja, að í honum eru næsta fá tökuorð úr grísku og jafnvel lat- ínu, hvað þá öðrum tungumálum“ (2004:47). Gauti bendir á að þessi aðferð hafi „gert það að verkum að til hefur orðið krafa um merkingar- legt gagn sæi þegar verið er að setja saman eða þýða hugtök“ (2004:47– 48). Gauti lætur þess þó getið að enda þótt þessi íslenska krafa um gagnsæi sé byggð á goðsögn þá sé hún „ekki alveg út í bláinn, jafnvel þótt hún byggist á því að þetta gagnsæi náist einungis með því að leita fyrir sér í hinum svokallaða grunnorðaforða“ (2004:48). Ekki er nóg að leggja áherslu á hreinan orðaforða; í hefðbundinni málstefnu felst krafa um gott mál (sem ég legg að jöfnu við vandað mál) að öðru leyti. Með því er m.a. átt við að málfræðin samræmist staðlaðri nútímaíslensku sem á margan hátt fylgir fornum fyrirmyndum í ritmáli og jafnframt er dyggð að vera gagnorður, forðast langar máls- greinar í nytjatextum o.s.frv. Höskuldur Þráinsson (1995:308) bendir á að gott mál sé „það mál (sú málnotkun) sem er viðeigandi, þjónar vel hlutverki sínu og er smekklegt“ og segir að það ráðist af ýmsu hvort málnotkun þjóni vel hlutverki sínu en hann nefnir þar sérstaklega að ritað mál þjóni „ekki tilgangi sínum ef framsetningin er svo klúðursleg að erfitt er að skilja við hvað er átt“ (1995:309). Í bókarkaflanum „Gott mál“ eftir Ara Pál Krist ins son í Handbók um íslensku er tilgreint í sjö liðum hvaða skilyrði málnotkun þurfi helst að uppfylla til að teljast gott mál og eitt þeirra er að málið sé skýrt. Í kaflanum segir síðan m.a.: „Gott mál er að jafnaði skýrt mál. Þá eru valin orð sem eiga best við hverju sinni, notað lipurt og eðlilegt orðalag, talað og skrifað þannig að heyrist og skiljist“ (2011:82). Til frekari skýringar var jafnframt vísað í stuttan kafla Ara Páls og Jóhann esar B. Sigtryggssonar, „Skýrt mál“, í sama riti. Ari Páll Kristinsson124
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.