Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 124
Sú hreintungustefna, sem miðar að því að varðveita móðurmálið, stuðlar að
festu og samhengi tungunnar. Hefur það ótvírætt gildi fyrir alla skipulega
stjórnarhætti. Auk þess ber að hafa í huga að orð af innlendum uppruna eru
einatt gagnsæ, þannig að hver maður, sem málið kann, getur skilið þau. Þetta
stuðlar að því að tungan verði sameign allrar þjóðarinnar og hlýtur að auð -
velda upplýsingamiðlun.
Skynsamleg hreintungustefna er því tvímælalaust líkleg til að bæta
stjórn sýslumálið sem upplýsingamiðil til almennings.
Gauti Kristmannsson (2004) ræðir ýmsar þversagnir og vanda sem fylgir
íslenskri hreintungustefnu þar sem endurnýjun þarf „að fara fram í
gegnum hinn svokallaða grunnorðaforða, orðaforða sem er svo grunnur,
ef svo má segja, að í honum eru næsta fá tökuorð úr grísku og jafnvel lat-
ínu, hvað þá öðrum tungumálum“ (2004:47). Gauti bendir á að þessi
aðferð hafi „gert það að verkum að til hefur orðið krafa um merkingar-
legt gagn sæi þegar verið er að setja saman eða þýða hugtök“ (2004:47–
48). Gauti lætur þess þó getið að enda þótt þessi íslenska krafa um
gagnsæi sé byggð á goðsögn þá sé hún „ekki alveg út í bláinn, jafnvel þótt
hún byggist á því að þetta gagnsæi náist einungis með því að leita fyrir
sér í hinum svokallaða grunnorðaforða“ (2004:48).
Ekki er nóg að leggja áherslu á hreinan orðaforða; í hefðbundinni
málstefnu felst krafa um gott mál (sem ég legg að jöfnu við vandað
mál) að öðru leyti. Með því er m.a. átt við að málfræðin samræmist
staðlaðri nútímaíslensku sem á margan hátt fylgir fornum fyrirmyndum
í ritmáli og jafnframt er dyggð að vera gagnorður, forðast langar máls-
greinar í nytjatextum o.s.frv. Höskuldur Þráinsson (1995:308) bendir á
að gott mál sé „það mál (sú málnotkun) sem er viðeigandi, þjónar vel
hlutverki sínu og er smekklegt“ og segir að það ráðist af ýmsu hvort
málnotkun þjóni vel hlutverki sínu en hann nefnir þar sérstaklega að
ritað mál þjóni „ekki tilgangi sínum ef framsetningin er svo klúðursleg
að erfitt er að skilja við hvað er átt“ (1995:309). Í bókarkaflanum „Gott
mál“ eftir Ara Pál Krist ins son í Handbók um íslensku er tilgreint í sjö
liðum hvaða skilyrði málnotkun þurfi helst að uppfylla til að teljast gott
mál og eitt þeirra er að málið sé skýrt. Í kaflanum segir síðan m.a.:
„Gott mál er að jafnaði skýrt mál. Þá eru valin orð sem eiga best við
hverju sinni, notað lipurt og eðlilegt orðalag, talað og skrifað þannig að
heyrist og skiljist“ (2011:82). Til frekari skýringar var jafnframt vísað í
stuttan kafla Ara Páls og Jóhann esar B. Sigtryggssonar, „Skýrt mál“, í
sama riti.
Ari Páll Kristinsson124