Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 125

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 125
 Hefðbundið sjónarmið er sem sé að gott mál (vandað mál) sé skýrt. En nú segja lögin frá 2011 að mál stjórnvalda skuli vera vandað, einfalt og skýrt. Hér kunna að vakna spurningar um framkvæmdina. Það getur reynst vandasamt, ef ekki varasamt, að lýsa flóknum veruleika á „einföldu máli“ og e.t.v. kann að vera rétt að varast að ganga of langt í því efni þótt mark - miðið sé góðra gjalda vert. Með lagaákvæðinu um skýrt mál er hnykkt sérstaklega á þeim þætti góðrar málnotkunar. Engar fræðilegar rannsóknir, að heita má, hafa verið gerðar á því hvort íslenskir nytjatextar af ýmsu tagi séu vel eða illa skilj- anlegir þeim sem þá þurfa að lesa. Og ef textar frá stofnunum og fyrir- tækjum, lög eða reglugerðir, leiðbeiningar o.fl. fara fyrir ofan garð og neðan hjá viðtakendum er ekki gott að vita hvort það stafar af stíl, orðavali og framsetningu eða hvort því er fremur um að kenna að efni textanna sé svo margslungið að þeir verði óhjákvæmilega erfiðir. Fyrr á þessu ári (2014) átti ég þátt í norrænni umsókn um styrk til rannsóknar á því hvort almenningur á Norðurlöndum telur almennt auðvelt eða erfitt að skilja ritaða nytjatexta ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja. Einnig var hugmynd- in að kanna hjá úrtaki fyrirtækja og stofnana hvernig leitast er við að gera framsetningu upplýsinga á vefsíðum o.s.frv. aðgengilegri og þá hvort viðleitnin hafi borið árangur. Við fengum ekki meðbyr að sinni en ætlun- in er að reyna aftur. Gott væri að hafa frekari rannsóknir að styðjast við, t.a.m. á stíl og orðavali í opinberum textum og á viðhorfum og reynslu almennings. Niðurstöð urnar gætu e.t.v. stuðlað að betri fræðilegum grund velli undir umræður um það hvað átt er við með „skýru máli“, hvort hægt sé að veita betri leiðbeiningar um skýra málnotkun og e.t.v. hvort þörf sé á átaki í því efni. Raunar eru slíkar athuganir væntanlega nauðsyn- legar til að stjórnvöld geti farið að lögunum sem segja að þau skuli nota einfalt og skýrt mál í starfsemi sinni. heimildir Ari Páll Kristinsson. 2011. Gott mál. Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstj.): Handbók um íslensku, bls. 79‒87. JPV útgáfa, Reykjavík. Ari Páll Kristinsson og Jóhannes B. Sigtryggsson. 2011. Skýrt mál. Jóhannes B. Sigtryggs - son (ritstj.): Handbók um íslensku, bls. 192‒194. JPV útgáfa, Reykjavík. Gauti Kristmannsson. 2004. Málar íslensk málstefna málið inn í horn? Ari Páll Kristins - son og Gauti Kristmannsson (ritstj.): Málstefna – Language Planning, bls. 43–49. Íslensk málnefnd, Reykjavík. Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfræði. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Vandað, einfalt og skýrt 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.