Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 144

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 144
5. Nokkrar staðhæfingar Hér er bent á nokkur atriði í viðbót sem mér finnst orka tvímælis og að ástæða væri til að athuga nánar ef til frekari úrvinnslu kemur. Í fyrsta lagi er talað um á bls. 17 og víðar (t.d. á bls. 45 og 59) að ein af niðurstöðum siðfræðihluta rannsóknarinnar sé sú að „Ísland nútímans sé senni- lega ekki á neinn hátt frábrugðið öðrum vestrænum löndum hvað varðar lesti og misgjörðir innan íþrótta“. Þar sem þessi staðhæfing er ekki undirbyggð sérstak- lega í ritgerðinni finnst mér mjög hæpið að tefla henni fram sem niðurstöðu. Í öðru lagi segir í umræðu um tilfinningastef rannsóknarinnar neðarlega á bls. 51: „Þegar kemur að orðræðunni um íþróttakonur er ekki ólíklegt að tilfinningar og geðshræringar verði enn heitari og snarpari“. Þessi spá um sérstöðu orðræðu um íþróttakonur er sannarlega þess virði að hún sé rædd nánar og útskýrð. Í þriðja lagi er talað um á blaðsíðu 19 og 175 að gera megi því skóna „að orð - ræða íþróttanna hafi veruleg áhrif á orðræðu æskufólks sem fram kemur í skóla- starfi, svo sem í samtölum þess og rituðu máli í ýmsum verkefnum og ritgerð - um“. Ennfremur segir um sama efni í útdrætti málfarsgreinarinnar á blaðsíðu 195: „Kennarar geta því haft verulegt gagn af því að skilja og notfæra sér einkenni og kosti íþróttaorðræðunnar í samskiptum við nemendur og verið á varðbergi sé um einhverja ókosti að ræða“. Hér er ýjað að tengingum við móðurmálskennslu í skólum og einhvers konar gæðamati á íþróttaorðræðunni en þessu er ekkert fylgt eftir í ritgerðinni eða málfarsgreininni. Úr því að þetta er sett fram í forgrunni greinar í tímariti um menntamál býst lesandinn við frekari umfjöllun og úr - vinnslu en svo er ekki og það verður að teljast býsna gallað. Í fjórða lagi er svo á blaðsíðu 42 talað um að beitt hafi verið kerfisbundinni dæmaleit í málfarsgreiningunni og leitað að málfarslegum dæmum um mismun- andi einkenni á íslensku íþróttamálfari. Ég fæ ekki séð að neins staðar komi fram á hvern hátt þessi dæmaleit var kerfisbundin. Á sömu síðu segir: „Skoðað var hvort beygingarleg og setningafræðileg atriði skiptu hér máli, svo sem notkun tíða, mynda og hátta í sögnum, notkun falla og talna, notkun stiga lýsingarorða, notkun mynda í sögnum, orðaröð og svo framvegis“. Vandséð er á hvern hátt þessi upptalning leggur grunn að markvissri dæmaleit og niðurstöður og flokkun dæma bendir ekki til þess að neitt sérstakt hafi komið út úr athugun á þessum til- teknu atriðum, e.t.v. með þeirri undantekningu að tekin eru dæmi á bls. 191, ann- ars vegar um orðið fætur í kvenkyni í stað karlkyns og hins vegar um fleirtölu- mynd orðsins lykilstaða. Loks er á blaðsíðu 61 ýjað að því að þau einkenni íþróttamálfars sem tengist tilfinningum og geðshræringum eigi ekki aðeins við um íþróttamálfar heldur megi einnig finna þeim stað í málfari um ýmis önnur svið samfélagsins, svo sem trúarbrögð, stjórnmál, listir og unglingamenningu. Þetta kallar á samanburð og slík viðbót hefði vissulega styrkt þennan þátt rannsóknarinnar verulega. Ásgrímur Angantýsson144
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.