Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Blaðsíða 147
um íþróttamönnum sem starfa við íþrótt sína hérlendis. Í rannsókninni var því
spurt hvort bókmenntirnar sýndu vel þennan raunveruleika íslenskra íþrótta.
Svarið var ekki alveg eindrægt. Ís lensk ar nútímasagna bókmenntir virðast
almennt ýta íþróttum til hliðar og fáeinir nú tíma höfundar hafa beinlínis gagnrýna
afstöðu til íþrótta, til dæmis Halldór Kiljan Laxness í Gerplu (2011), Pétur Gunnars -
son (1976), Svava Jakobsdóttir (1982), Indriði G. Þorsteinsson (1984), Ólafur
Haukur Símonarson (1988), Ragnar Ingi Aðalsteinsson (1995) og Arn aldur Ind -
riðason (2005). Í flest um íslenskum bók menntaverkum er þó ekkert fjallað um
íþróttir. Þetta er svip uð tilhneiging og í flestum öðrum vestrænum bókmenntum
nema ef til vill bandarískum (Júlían Meldon D’Arcy og Guð mundur Sæmunds -
son 2004). Kannski er ástæða þessarar neikvæðu afstöðu sú að íþróttir teljast ekki
til íslenskrar „há menn ingar“ og vekja hvorki sjálfkrafa virð ingu né listrænan
áhuga. Ennþá líklegra er að ýmsir höfundar ákveði að minn ast ekki á íþróttir
vegna vonbrigða sinna með siðferðisbrest nútímaíþrótta og vegna frásagna af
spillingu og peninga- og græðgisvæðingu íþróttanna.
Fáeinir höfundar virðast þó vilja nota íþróttabókmenntir til að berjast gegn
þessum löstum, menn eins og sr. Friðrik Friðriksson (1931) og dr. Sigurður Nor -
dal (1943) á fyrri hluta síðustu aldar og Þorgrímur Þráinsson (1989, 1990, 1991,
2003, 2004), Magnús Scheving (1995), Elísabet Jökulsdóttir (2001) og Gunnar
Helgason (2011, 2012, 2013, 2014) á síðari hluta aldarinnar og á 21. öld. Bók -
menntir þeirra eru fullar af siðferðisdygðum í anda fornbókmennta og gamalla
íþrótta- og hetjuhugsjóna. Þetta er í samræmi við áherslur ungmenna félag anna en
þar var megináherslan á líkamlega reisn og djarflegt göngu lag. Fegurð íþrótt anna,
heiðarleiki og drengskapur í fornum anda voru grund vallar dygð irnar. Nokkrir
höfundar hafa auk þess notað íþróttir sem fremur jákvæð minni í sögum sínum,
t.d. Einar Már Guðmundsson (1982) og Einar Kárason (1983).
3. Annar hluti rannsóknarinnar
Annar hluti rannsóknarinnar varðaði orðræðu fjölmiðla. Engum dylst hve stóran
þátt fjölmiðlar eiga í mótun orðræðu á slíku sérsviði sem íþróttir eru. Með stýr -
ingu sinni á magni umfjöllunar, upp setningu og öllu orðalagi og framsetningu
skapa þeir í huga fólks viðhorf og væntingar til íþrótta og íþrótta fólks. Þess ber þó
að gæta að skv. heimspekingnum Michel Foucault (2002) getur enginn einn aðili
stjórnað orðræðunni heldur eiga þeir sem láta stjórnast jafnmikinn þátt í að við -
halda henni.
Þessi hluti rannsóknarinnar fólst í greiningu á um fjöllun prentmiðla um
nokkrar helstu íþróttahetjur landsins síðustu áratugina. Með aðferðum sögu -
legrar orðræðugreiningar tókst að komast að ýmsum almennum og sértækum
sannindum um fjölmiðla orðræðuna á þessu sviði. Leitað var í fjölmiðlatextum frá
60 ára tímabili að stefjum sem einkenndu textann um hvern og einn nítján ólíkra
íþrótta manna sem valdir höfðu verið.
Tilfinningar í íþróttamálfari fjölmiðla 147