Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 148
Í ljós kom að tvö stef orðræðunnar voru ekki aðeins stef, heldur miklu fremur
megin stef. Þau skáru sig algjör lega úr og svífa ávallt yfir vötnum í orð ræðu prent -
miðlanna um íþróttafólkið allt. Hið fyrra, þjóðernisstoltið, teng ist sennilega ekki
síst rómantísku við horfi landsmanna til sjálfstæðis þjóðarinnar og tengslum þess
við hetju skap fortíðarinnar. Afreksdýrkunin virðist einnig tengjast hetjudýrkun
íslenskrar fornmenningar sem aftur tengist enn eldri hetju gildum á meðal Grikkja
og Rómverja.
Mismikið er fjallað um íþrótta fólkið eftir því hvaða hópi eða íþróttagrein það
tilheyrir. Um atvinnumennsku var til dæmis lítið fjallað í blöð unum á Íslandi
fyrstu áratugina. Svo virðist sem að á þeim árum hafi atvinnu mennska meðvitað
verið sniðgengin í íslenskum prentmiðlum, ólíkt því sem virðist gilda um fjöl -
miðla í Bandaríkjunum og á Bretlandi (Gunnar Valgeirsson og Snyder 1986). Það
kann að sýna að siðferðisviðmið eða skilningur Íslendinga á því hvað íþróttir eða
íþróttahugsjón er hafi verið öðruvísi en hjá þessum þjóðum og öðruvísi en hér á
landi nú.
Íþróttir eru hefð bundið vígi karlmennskunnar, nán ast í sama mæli og her -
mennska. Þetta er þó mis munandi eftir íþrótta greinum, tíma, löndum og vin-
sældum íþróttanna. Umfjöllunin um íþróttakonur og kvenna íþróttir á Íslandi
reyndist vera mun minni en um karlana.
4. Þriðji hluti rannsóknarinnar
Þriðji hluti rannsóknarinnar sneri að málfarinu. Spurt var: Hvað einkennir íslenskt
íþrótta málfar í fjölmiðlum? Beitt var aðferð sem kalla má málfarslega orðræðu -
greiningu. Á árinu 2008 var efni safnað úr íslenskum fjölmiðlum í því skyni að
greina það málfarslega. Upphaflega var hugmyndin að velja allt íþróttaefni prent-
og útvarpsmiðla í hálft ár, þrjá mánuði á fyrri hluta árs og þrjá mánuði á síðari
hluta árs. Þó var ljóst að óþarft væri að velja nema hluta af öllu því knattspyrnu-
efni sem um miðla þessa fer og var því ákveðið að taka aðeins með áreiðanlegt
úrtak þess. Nokkuð af upptökum skemmdist eða mistókst en þó ekki í þeim
mæli að skaðaði rannsóknina eða ekki fengjust nægilega margar upptökur til
greiningar. Einnig var hlaðið niður í tölvugagnabanka rannsóknarinnar efni úr
íþróttakálfum, íþróttasíðum og öðrum síðum prentmiðlanna þar sem búast mátti
við íþróttaefni. Allt er þetta efni til í gagnabanka rannsóknarinnar til síðari nota.
Alls eru þetta 1782 gagnaeiningar (með gagnaeiningum er átt við heil tölublöð
sem hlaðið var niður, heila þætti í útvarpi og sjónvarpi og heilar síður í vefmiðl -
um), sem skiptast þannig að úr þremur dagblöðum og þremur landshlutablöðum
eru 495 gagnaeiningar, úr þremur sjónvarpsmiðlum eru 1142 gagnaeiningar og úr
fjórum hljóðvarpsmiðlum eru 104 gagnaeiningar. Til samanburðar var svo bætt
við 41 gagnaeiningu úr tveimur vefmiðlum ársins 2012.
Eins og Ari Páll Kristinsson nefnir í ritgerð sinni (2009, bls. 13) er engin
heildstæð lýsing til á hlutlausri eða venjulegri málnotkun í íslensku. Því sé í slík-
Guðmundur Sæmundsson148