Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 165
Málstöðlun og málvistfræði
Tore Kristiansen og Stefan Grondelaers (ritstj.). Language (De)standardisa-
tion in Late Modern Europe: Experimental Studies. Novus, Osló. 2013. 404
bls.
Slice — „Standard Language Ideology in Contemporary Europe“ — er rann-
sóknarsamstarf fræðimanna og háskólastofnana í fjölmörgum Evrópulöndum
þar sem sjónum er beint að þróun og breytingum á staðalmálum og hugmyndum
um málstaðla. Þar er lögð áhersla á tvennt: Annars vegar rannsóknir á málvið -
horfum og tengslum þeirra við þróun málsins; hins vegar á þátt fjölmiðla, bæði
m.t.t. þess hvernig þeir endurspegla málþróunina og hugsanleg áhrif þeirra á
hana. Áætluninni var hleypt af stokkunum árið 2009 með tveimur vinnustofum
í Kaupmannahöfn þaðan sem frumkvæðið að samstarfinu kemur (sjá nánar:
http://lanchart.hum.ku.dk/slice/). Í kjölfarið hafa tvö greinasöfn verið gefin út
undir merkjum Slice. Í fyrra ritinu (Kristiansen og Coupland 2011) var lagður
grundvöllur að áætluðum rannsóknum innan vébanda Slice-samstarfsins með
ítarlegum fræðilegum inngangi og yfirlitsgreinum um stöðu mála í einstökum
málsamfélögum. Í því síðara, sem hér er til umræðu, eru kynntar fyrstu niður -
stöður rannsókna á málviðhorfum og tengslum þeirra við málþróun sem gerðar
hafa verið undir merkjum Slice og fjallað um aðferðir sem þar er beitt.
Ritið hefst á inngangi ritstjóranna, Tore Kristiansens prófessors í Kaup manna -
höfn og Stefan Grondelaers prófessors í Nijmegen, undir yfirskriftinni „On the
need to access deep evaluations when searching for the motor of standard lan-
guage change“. Þar gera þeir grein fyrir efni og skipulagi ritsins og segja stuttlega
frá Slice, einkum þeim hluta sem nýtir prófanir til að kanna málviðhorf og hug-
myndir um mál og málnotkun. Fyrirmyndir í Slice eru m.a. sóttar til fjölmargra
rannsókna sem Tore Kristiansen og samverkafólk hans hefur stundað um árabil
á málviðhorfum í Danmörku og meginhluti inngangskaflans fjallar um þær.
Niðurstöður hafa sýnt fram á reglubundinn mun á mati fólks á mismunandi mál-
brigðum þegar það er spurt beint um afstöðu sína og á þeim undirliggjandi við -
horfum til sömu málbrigða sem koma fram í prófum þar sem málhöfum er ekki
ljóst að mál og málnotkun er í brennidepli. Kveikjan að þessum rannsóknum var
sú staðreynd að málþróunin, þar sem bæði staðbundin einkenni og hið hefð -
bundna danska staðalmál (rigsdansk) hafa látið undan síga á undanförnum áratug-
um en Kaupmannahafnarmálið sótt á sem nýtt viðmið, samræmast illa ríkjandi
viðhorfum sem koma fram í umræðum um málið meðal lærðra og leikra. Í rann-
sóknunum leiddu beinar spurningar um mat á málbrigðum í ljós svipuð viðhorf:
ungir málnotendur víðs vegar í Danmörku setja eigið svæðismál í fyrsta sæti, þá
ríkismálið en Kaupmannahafnarmálið rekur lestina. Þegar þetta unga fólk var
prófað án þess að því væri ljóst að rannsóknin snerist um mál og málnotkun birt-
Ritfregnir 165