Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 173

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 173
 Í fyrsta „heftinu“ af NALS (2014) má finna fjölmargar smágreinar um ýmis efni í norrænni setningagerð. Mér telst svo til að þær séu alls 55 og allar eftir málfræðinga sem starfa í Noregi eða Svíþjóð. Efnisflokkarnir miðast við við - fangsefni sem voru skilgreind í upphafi áðurnefndrar rannsóknasamvinnu, en þeir eru þessir (fjöldi greina um hvert efni innan sviga): • gerð nafnliða, t.d. staða greinis, eignarfornafna o.s.frv. (10) • gerð sagnliða, t.d. hvers konar rökliði sagnir taka með sér, staða sagnaragna o.fl. (11) • staða (persónubeygðra) sagna (5) • orðaröð á „miðsvæðinu“ í setningunni, t.d. staða andlags, hjálparsagnar o.fl. (14) • orðaröð á „vinstri væng“ eða „hægri væng“ setningar, t.d. tengingar, spurn- arorð, kjarnafærsla, síðbúnir liðir af ýmsu tagi (9) • fornöfn og samvísun (6) Í langflestum greinunum er megináherslan á norsku og/eða sænsku, en í allmörg- um tilvikum er þó tekið með efni úr dönsku, færeysku og íslensku. Þótt grein- arnar séu allar stuttar, og sumar jafnvel örstuttar, er þar yfirleitt vísað í helstu skrif um viðkomandi efni. Það er því ótvíræður fengur að þessari nýju birt- ingaraðferð og hún vekur athygli á því hvernig unnt er að nýta þann efnivið sem var aflað í áðurnefndu rannsóknasamstarfi. Umsjónarmenn þess norræna gagnabanka sem hér um ræðir hafa ekki aðeins gert rannsóknamönnum kleift að leita í honum og sækja sér dæmi þangað heldur hafa þeir m.a. útbúið forrit sem má nýta til að búa til kort sem sýna dreifingu þeirra afbrigða sem verið er að skoða hverju sinni. Höfundar nokkurra greina í þessu fyrsta hefti NALS hafa nýtt sér þennan kost og sum kortin yfir dreifingu afbrigða í Noregi og Svíþjóð eru býsna sannfærandi og skýr. Það á t.d. við um mynd 1, en hún sýnir hvar í sunnanverðum Noregi er hægt að nota dæmi eins og (1) (sjá Johannessen og Garbacz 2014). (1) Jeg har et bilde av n Elvis Presley. ég er með (á) mynd af honum Elvis Presley Málið snýst sem sé um það hvort, og þá hvar, hægt sé að nota þennan „fornafna- greini“, sem á íslensku væri hann, hún, með nöfnum einstaklinga sem maður þekkir ekki neitt. Getur maður sem sé talað um nElvis Presley ‘hann Elvis Presley’ þótt maður hafi aldrei hitt hann. Hvert merki á kortinu táknar einn rannsókn- arstað, svart merki þýðir að dæminu hafi verið hafnað á viðkomandi stað, hvítt að það hafi verið samþykkt, en grátt merki var notað til að sýna blandaðar viðtökur. Mörkin á milli svæða eru býsna skýr og þarna virðist sem sé hafa dugað að ræða bara við fjóra einstaklinga á hverjum stað til þess að fá mynd af dreifingunni. Ástæðan hlýtur þá að vera sú að fyrirbærið hafi svona skýr tengsl við staðbundnar mállýskur. Ritfregnir 173
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.