Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 9
kristín m. jóhannsdóttir
„Nafnháttarsýki“
Um eðli og þróun orðasambandsins vera að + nafnháttur
1. Inngangur
Á undanförnum árum hefur töluvert verið rætt um málfyrirbæri sem
sumir hafa kallað nafnháttarsýki en aðrir útvíkkað framvinduhorf eða hið
nýja framvinduhorf.1 Hér eru nokkur dæmi um athugasemdir um þetta
fyrirbæri (feitletrun er höfundar):
• Ég held að það sé meiri ástæða til þess að hafa áhyggjur af breyting-
um sem eru að verða á setningaskipan og þá sérstaklega þessi nafn-
háttarsýki sem er að ryðja sér til rúms núna. Þetta byrjaði sem
einhver tíska, að segja: Ég er ekki að skilja þetta, Ég er ekki að fatta
þetta o.s.frv. í stað þess að segja: Ég skil þig ekki, Ég fatta þig ekki. Það
er mikið áhyggjuefni þegar maður heyrir viðtal við menntamálaráð -
herra þjóðarinnar og greinilegt er að hún er þjökuð af þessum til-
burðum. (Haft eftir Davíð Þór Jónssyni í viðtali í Fréttablaðinu
29.4. 2007, bls. 14)
• Þessi nafnháttarsýki hefur breiðst út eins og skæðasta kvef, nú
„eru allir að tala um“ eitthvað. Þeir sem haldnir eru þessari veiki
botna svo ekkert í því af hverju fólk er að leiðrétta þá. Sjálfsagt
þyrfti að taka grunnskólanema sérstaklega fyrir og hamra þetta inn
í hausinn á þeim (Helgi Snær Sigurðsson 2009:46).
• Hins vegar er setningaskipan að breytast og ég hef töluverðar
áhyggj ur af því. Þegar fólk segir til dæmis „ég er ekki að skilja þetta“
þá er auðvitað ljóst að það notar eingöngu íslensk orð, en setningin
er eins og þýdd úr ensku. Íslenska útgáfan er „ég skil þetta ekki“.
Íslenskt mál 37 (2015), 9–68. © 2015 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Þessi grein er að hluta byggð á doktorsritgerð minni frá 2011 og því fá nefndarmenn
í doktorsnefndinni, Lisa Matthewson, Hotze Rullmann og Gunnar Ól. Hansson, kærar
þakkir, enda er framlag þeirra til þessa verks ómetanlegt. Aðrir sem nefndir eru í formála
ritgerðarinnar fá einnig þakkir fyrir sinn þátt. Þá vil ég þakka tveim ónafngreindum
ritrýnum gagnlegar ábendingar og athugasemdir við fyrri gerð þessarar greinar sem fjöl-
margar leiddu til verulegra lagfæringa. Síðast en ekki síst fær Höskuldur Þráinsson ritstjóri
sérstakar þakkir fyrir fjölmargar ábendingar, aðstoð og hvatningu.