Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 10
Í íþróttamáli er þetta nokkuð áberandi, þar er til dæmis sagt að lið
hafi verið að spila vel, þegar réttara væri að segja að liðið hafi spilað
vel. Við þurfum ekkert að bæta við sögninni að vera í tíma og ótíma.
(Haft eftir Vigdísi Finnbogadóttur í viðtali í Morgunblaðinu 14. 8.
2007, bls. 11.)
• Í íslensku er (eða hefur verið) gerður munur á einfaldri nútíð/ þátíð
og orðasambandinu vera að + nafnháttur (dvalarhorf), t.d.: Mað ur-
inn skrifar vel/bréf á hverjum degi en hins vegar: Maðurinn er að
skrifa bréf. Í síðara dæminu er um að ræða (afmarkaðan) verknað
sem stendur yfir en fyrra dæmið vísar til þess sem er ekki afmarkað
í tíma (maðurinn skrifar alltaf vel/skrifar bréf daglega) … [Orða sam -
bandið vera að er] ekki notað með sögnum er vísa til ástands eða
kyrrstöðu [sitja, búa …] … [naumast] með svo kölluðum skynjunar-
sögnum (t.d. sjá, heyra, vita, skilja) … [sama á] við um sagnir sem lýsa
afstöðu eða skoðun (t.d. telja, halda, álíta, trúa, vona) … [og sjald-
nast] með sögnum sem eru ekki bundnar við stað eða stund, t.d.
leika vel, tala skýrt og standa sig vel (Jón G. Friðjónsson 2007a:45).
• Til fróðleiks má benda á að merkingarleg samsvörun í ensku (he is
doing fine) er ‘hömlulaus’ í þeim skilningi að hún er ekki háð tak-
mörkunum eins og orðasambandið vera að + nh. í íslensku (Jón G.
Friðjónsson 2007b:30).
• Í íslenzku nútímamáli höfum við dæmi um afdrifaríka breytingu
sem breiðist undarlega skjótt út. Hið óvenjulega við hana er að hún
nær ekki aðeins til yngri kynslóðarinnar, heldur einnig til hinnar
eldri. Meira að segja gætir hennar í máli nafntogaðra ræðumanna.
Ég á að sjálfsögðu við notkun sagnasambandsins vera að + nafn-
háttur (nh.) í stað einfaldrar nútíðar eða þátíðar (Jón Axel
Harðar son 2008:32).
• Ég var ekki að sjá þig sagði afgreiðslustúlka í bókabúð við við -
skiptavin og minnir á nýja áráttu, ættaða úr ensku að sjálfsögðu.
Þetta er því miður orðið ærið algengt. Á venjulegu máli er einfald-
lega sagt: Ég sá þig ekki. Ekki er langt síðan ég heyrði mann segja:
Hann er ekki að skilja þetta, í stað: Hann skilur þetta ekki (Njörður P.
Njarðvík 2007:82).
Hér skrifa bæði málfræðingar og aðrir, enda er umræðan á nokkuð fjöl-
breyttum nótum. Í mörgum ummælunum kemur fram skýr tilfinning
fyrir breytingum sem virðast vera í gangi og sums staðar er jafnvel bent á
alla helstu flokka sagna sem koma við sögu í þessum breytingum, eins og
Kristín M. Jóhannsdóttir10