Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 13
Jakob Jóh. Smári (1920:181) og Hreinn Benediktsson (1976) hafa bent á
að báðar formgerðirnar hafi verið til á sama tíma, hin tvöfalda að-form-
gerð og núverandi formgerð. Þar sem forsetningin og nafnháttarmerkið
eru nákvæmlega eins að útliti er útilokað að vita með vissu hvort þeirra
það var sem hvarf á brott. Comrie (1976) og Bertinetto ofl. (2000:522) flokka
íslensku með tungumálum eins og bretónsku, hollensku, frísnesku,
þýsku, ítölsku og portúgölsku þar sem tengisögnin stendur með forsetn-
ingarlið. Íslenskir málfræðingar (svo sem Jakob Jóh. Smári 1920, Hreinn
Benediktsson 1976, Höskuldur Þráinsson 1999) flokka hana hins vegar
með eistnesku, finnsku, karelísku, samísku, livónísku og vespísku þar sem
tengisögnin (eða hjálparsögnin) stendur með nafnhætti eða tengdum
formgerðum. Ein sterkustu rökin með því að greina þetta að sem nafn-
háttarmerki fremur en forsetningu eru þau að taki forsetning með sér
nafnhátt í íslensku er sá nafnháttur alltaf með nafnháttarmerki og ekki er
hægt að sleppa því:2
(2) a. Þau töluðu um að fara/*fara.
b. Þetta er vél til að veiða/*veiða fiska.
Ef að í framvinduhorfsformgerðinni vera að + nh. væri forsetning en ekki
nafnháttarmerki þá væru dæmi af því tagi einu dæmin um nafnhátt á eftir
forsetningu án nafnháttarmerkis. Þótt það sé auðvitað ekki útilokað
hlýtur að vera eðlilegra að gera ráð fyrir því að forsetningin hafi horfið og
nafnháttarmerkið haldist.
Þessi formgerð hefur verið kölluð ýmsum nöfnum á íslensku. Svein -
björn Egilsson kallaði hana aðverutíð (sjá umfjöllun hjá Höskuldi Þráins -
syni 1999:215) og Stefán Einarsson (1945:143–145) talaði um dvalarmerk -
ingu (e. durative action). Önnur nöfn sem notuð hafa verið eru sífellt horf
(Jón Gunnarsson 1973, Höskuldur Þráinsson 1974), ólokið horf (Kristján
Árnason 1980, Höskuldur Þráinsson 1995) og dvalarhorf (Þórunn Blön dal
1985, Jón G. Friðjónsson 1989).3 Ég fylgi hér, Höskuldi Þráinssyni (1999,
2001), Jóni Axel Harðarsyni (2000) og Höskuldi og Theódóru Torfadóttur
(2015) og tala um hana sem framvinduhorf (e. progressive aspect).
Höskuldur Þráinsson (1974, 1999, 2001) ræðir vera að + nh. ítarlega
og veltir því meðal annars fyrir sér hvort þessi formgerð eigi yfirhöfuð að
hafa eitt nafn, hvort sem það er framvinduhorf eða eitthvað annað, eða
hvort við eigum að líta á hana þannig að hún standi fyrir mismunandi
„Nafnháttarsýki“ 13
2 Ég þakka Höskuldi Þráinssyni fyrir að hafa bent mér á þetta.
3 Samantekt frá Höskuldi Þráinssyni (1999:217).