Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 14
hlutverk. Við munum því byrja á því að líta á dæmi þar sem vera að + nh.
hefur greinilega framvinduhorfsmerkingu. Síðan lítum við á dæmi um vera
að + nh. þar sem merkingin virðist ekki vera sú að ákveðinn atburður sé í
framvindu heldur fremur að eitthvað sé um það bil að fara að gerast, eitthvað
hafi verið að gerast eða muni jafnvel gerast á morgun. Þar verður einnig
fjallað lítillega um dæmi þar sem áherslan virðist vera á það hvernig atburður
hafi gengið að mati mælanda eða jafnvel á afstöðu hans til verknaðarins.
2.1.2 Vera að + nh. í framvinduhorfsmerkingu
Það sem horf gerir er að láta í ljós afstöðu tveggja tíma hvors til annars.
Annars vegar er það tíminn þegar viðkomandi atburður er í framvindu
eða ákveðnar aðstæður ríkja og hins vegar ákveðinn viðmiðunartími sem
þá getur verið eiginlegur tími, eins og klukkan þrjú, eða tíminn þegar annar
atburður á sér stað. Við getum fylgt Klein (1994) og kallað þann fyrr-
nefnda tíma kringumstæðna (e. time of situation), TK, og þann síðar-
nefnda tilvísunartíma (e. topic time), TT. Í framvinduhorfi höfum við
ákveð inn atburð sem á sér stað, er í framvindu, á ákveðnum tíma eða þeg -
ar annar atburður gerist:
(3) a. Jón var að lesa þegar Páll kom inn.
b. Jón var að lesa klukkan þrjú.
Samböndin með vera að í (3) lýsa því að Jón hafi verið að lesa á ákveðnum
tíma og sá tími er síðan tiltekinn í tíðarsetningunni eða tímaliðnum, ann-
ars vegar þegar Páll kom inn og hins vegar klukkan þrjú. Tíminn þegar Páll
kom inn og klukkan þrjú eru því viðmiðunartíminn sem um ræðir, hinn
svonefndi tilvísunartími. Tíminn þegar Jón var að lesa er hins vegar tími
kringumstæðna. Það sem skiptir máli hér er að tilvísunartíminn fellur
innan tíma kringumstæðna:
(4)
Mynd 1: Afstaðan milli tíma kringumstæðna og tilvísunartíma í framvinduhorfi.
Í formlegri merkingarfræði er þetta táknað sem TT TK. stendur
fyrir hlutmengi og TT TK þýðir því að tilvísunartíminn sé hlutmengi
af tíma kringumstæðna; það er, tími A fellur innan tíma B. Hjá Reichen -
bach (1947), Klein (1994) og fleirum er þessi tímatáknun reyndar notuð til
}
Kristín M. Jóhannsdóttir14
TK – Jón er að lesa
TT – Páll kemur inn
↑
< >