Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 15
að tákna ólokið horf almennt en á þó vel við hér, enda eru flestir sammála
um að framvinduhorf sé undirdeild af óloknu horfi. Í framvinduhorfs-
setningum í nútíð þar sem tilvísunartíminn er ekki sérstaklega tilgreind-
ur, eins og í Jón er að borða, er tilvísunartíminn sá tími þegar setning er
sögð eða rituð, tími segðar (e. time of utterance).4 Athugið þó að þessi
táknun vísar fyrst og fremst til afstöðu tímanna tveggja hvors til annars
en nær ekki að lýsa því að ákveðinn atburður sé í framvindu á tíma kring-
umstæðna. Til þess þarf ítarlegri skilgreiningu á framvinduhorfi.5 Margar
slíkar hafa verið settar fram en þær áhrifamestu eru kenningar Bennett og
Partee (1972), Dowty (1979), Parsons (1990), Landman (1992) og Portner
(1998) (sjá ítarlega umræðu um þessar kenningar hjá Kristínu M. Jó -
hanns dóttur 2011:27–35). Þar greinir fræðimennina á um það hvernig
skuli skilgreina framvinduhorf, enda eru birtingarmyndirnar nokkuð ólík -
ar eftir tungumálum. Allir eru þó sammála um að það lýsi því að ákveðinn
atburður sé í framvindu á ákveðnum tíma.
Orðasambandið vera að + nh. er oftast talið vera málfræðileg (gramma -
tíkalíseruð) leið til þess að tjá framvinduhorf á íslensku (sjá m.a. Hew son og
Bubenik 1997:340 og greinar sem þeir vísa til) og íslenska er þar með aðeins
annað af tveim germönsku tungumálum til þess að merkja framvinduhorf
málfræðilega. Hitt málið er enska. Það er ágætt að hafa það í huga þegar við
berum íslenska framvinduhorfið saman við hið enska í fjórða kafla.
2.1.3 Annars konar merking vera að + nh.
Þótt vera að + nh. sé orðið að málfræðilegri leið til þess að tjá framvind-
uhorf í íslensku er ekki þar með sagt að hægt sé að lýsa öllum setningum
sem innihalda sagnasambandið vera að + nh. með TT TK (tilvísunar-
tími innan tíma kringumstæðna). Lítum á eftirfarandi setningar:
(5) a. Barnið er að detta.
b. Ég er að fara.
Hér fáum við þá merkingu að atburður sé um það bil að fara að gerast en
hafi ekki gerst ennþá.6 Hér er því ekki um að ræða að ákveðinn atburður
„Nafnháttarsýki“ 15
4 Tími segðar skiptir máli þegar við tölum um tíð. Tíð sem merkingarleg formdeild snýst
um það hvort ákveðnar kringumstæður eigi sér stað fyrir, eftir eða jafnvel á tíma segðar. Þar
sem tíð hefur ekki áhrif á hina breyttu notkun vera að + nh. verður hins vegar ekki fjallað
nánar um tíð í þessari grein. Sjá umræður um þetta hjá Höskuldi Þráinssyni (1999).
5 Sjá nánar umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni (1999, 2001) og Jóni Axel Harðarsyni
(2000).
6 Sjá umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni (1999).