Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 20
lega framvindu er að ræða eða ekki, hvort atburðirnir hafa tiltekið enda-
mark eða ekki og hvort atburðir gerast á löngum tíma eða stuttum, svo
eitthvað sé nefnt. Í íslensku hefur orðið verknaðargerð verið notað um
þetta fyrirbæri og má finna skilgreiningu hjá Höskuldi Þráinssyni (2005:
486):
(18) Verknaðargerð (þ. Aktionsart): Ólíkar gerðir verknaða í víðri
merkingu (þar sem verknaður nær bæði yfir athöfn, ástand, breyt-
ingu, o.s.frv.).
Þekktust er líklega skipting Vendlers (1957) í fjóra flokka, ástand (e. states),
athafnir (e. activity), árangur ( e. accomplishments) og afrek (e. achieve -
ment).13 Til hægðarauka mun ég að auki fara að ráði Kennys (1963) og
aðgreina ástandssagnir annars vegar og aðra verknaðarflokka hins vegar.
Hina síðarnefndu má kalla einu nafni atburði.
2.2.2 Ástand
Ástandssagnir eru sagnir eins og elska, hata, líka, kunna, vita, þekkja og
innihalda:
(19)a. Jón elskar konuna sína.
b. Guðrún kann allan þjóðsönginn.
c. Kettinum líkar við nýja blautmatinn.
Ýmsir fræðimenn hafa reynt að skilgreina þær eða merkingarfræðilega
hugtakið ástand (e. state), svo sem Sweet (1903), Kruisinga (1931) og
Dowty (1979) en eftirfarandi skilgreining frá Brinton (1987:203) er einna
nákvæmust:
(20) States are characterized by the inherent qualities of duration and
homogeneity, as well as by the lack of change, limits and agency.
States exist or endure for an undefined period of time. They do not
Kristín M. Jóhannsdóttir20
ástandið sjálft sem „tekur tíma“ en ekki ástandssögnin. Í því sem hér fer á eftir er reynt að
halda þessum greinarmun til haga þótt það sé ekki alltaf einfalt. Ég mun þó leyfa mér að
segja að þær sagnir sem að jafnaði vísa til ákveðinnar verknaðargerðar hafi þá þætti sem sú
verknaðargerð hefur. Þannig hafi athafnasagnir þáttinn [+tekur tíma] þótt það sé í raun
verknaðurinn sjálfur, athöfnin, sem tekur tíma en ekki sögnin.
13 Höskuldur Þráinsson (2005) hefur notað orðið atburður fyrir þann flokk sem á
ensku kallast achievement en ég kýs að nota fremur orðið afrek. Það er fyrst og fremst
vegna þess að ég vil nota orðið atburður fyrir það sem á ensku er stundum kallað event og
vísar til allra verknaðarflokkanna nema ástands.