Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 23
2.2.3 Atburðir
2.2.3.1 Almennt um atburði
Ólíkt ástandssögnum eiga allar atburðarsagnir það sameiginlegt að vísa
til einhvers konar hreyfingar eða framvindu. Ólíkt því sem gerist með
ástands sagnir er ekki hægt að ákveða hvort staðhæfingar sem innihalda
atburðarsagnir séu sannar eða ósannar með tilvísan í einn tímapunkt
heldur þarf að bera saman að minnsta kosti tvo tímapunkta til þess að sjá
hvort um ákveðna framvindu er að ræða eða ekki. Einn tímapunktur
innan at burðar ins Jón er úti að hlaupa gæti t.d. sýnt okkur Jón með annan
fótinn á jörðu en hinn á lofti en við sæjum í raun enga framvindu — ekk-
ert sem benti til þess að Jón væri raunverulega að hlaupa. Ef við berum
hins vegar saman tvo tímapunkta mun stelling Jóns væntanlega vera mis-
munandi og allar líkur eru á að hann hafi færst úr stað. Þetta er ólíkt
dæmum með ástandssögnum þar sem ekki þarf að bera saman tvo mis-
munandi tímapunkta þar sem hver og einn er lýsing á ástandinu, eins og
fram kom í 2.2.2.
Atburði má síðan greina í athafnir, árangur og afrek, eins og áður er
nefnt, eftir því hvort þeir taka tíma, hvort frumlag viðkomandi sagnar
táknar geranda, reynanda eða þema og hvort þeir hafa náttúrulegan loka-
punkt eða ekki. Lakoff (1966) notaði ýmis próf til þess að greina ástands-
sagnir frá atburðarsögnum, en eins og ýmsir hafa bent á (m.a. Sag 1973,
Dowty 1975, Boertien 1979, Mufwene 1984, Kristín M. Jóhannsdóttir
2011) reyna þau próf fyrst og fremst á hvort frumlagið hefur stjórn á
aðstæðum eða er gerandi verknaðarins. Þar haga atburðarsagnir án stjórn-
ar sér því eins og ástandssagnir og þessi próf geta því ekki greint ástands-
sagnir frá atburðarsögnum. Þarna er t.d. um að ræða hæfileikann til þess
að standa í boðhætti, með sögnum eins og sannfæra um og minna á eða
með atviks liðum eins og af ásettu ráði eða af kappi. Í eftirfarandi dæmum
er greinilegt að atburðarsetningar án stjórnar hegða sér eins og ástands-
setningar en ekki eins og atburðarsetningar með stjórn:
(29)a. Borðaðu! (atburðarsetning með stjórn)
b. *Dettu! (atburðarsetning án stjórnar)
c. *Líkaðu við matinn! (ástandssetning)
(30)a. Jón minnti Maríu á að borða matinn sinn.
b. *Jón minnti Maríu á að detta.
c. *Jón minnti Maríu á að líka við matinn sinn.
„Nafnháttarsýki“ 23