Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 27
tekur yfirleitt engan tíma og sagnirnar eru þá yfirleitt augabragðssagnir
(e. punctual) en ekki dvalarsagnir (e. durative, sjá m.a. Höskuld Þráins -
son 2005:490).18 Frumlag afrekasagna er almennt ekki gerandi.
(42)a. Gunnar náði toppnum.
b. Vasinn brotnaði.
c. Sigrún vann hlaupið.
Rétt eins og ástandssagnir ganga afrekasagnir illa með háttaratviksorðum
en þær koma líka sjaldan fyrir í boðhætti. Almennt geta afrekasagnir ekki
staðið með tímaákvæðum eins og í X mínútur en hvort þær geta staðið
með á X mínútum eða ekki fer eftir því hvort þær geta tekið tíma eða ekki.
(43)a. Gunnar náði toppnum á þremur klukkustundum.
b. *Gunnar náði toppnum í þrjár klukkustundir.
(44)a. ?*Glasið brotnaði á tveim mínútum.
b. ?*Glasið brotnaði í tvær mínútur.
Þótt bæði ná og brotna séu afrekasagnir er veigamikill munur á þeim.
Sögnin ná felur í sér (e. implicates), þótt hún segi það ekki beint, að á und -
an lokapunktinum fari markviss viðleitni og ná er lokapunkturinn á því
ferli. Lokapunkturinn sjálfur, það að að ná toppnum, tekur því aðeins
augnablik en hann byggist á því að á undan fari ákveðin atburðarás sem
leiðir til þessa ákveðna lokapunkts. Sá sem gengur á fjall stefnir væntan-
lega að því að ná toppnum en ekki er hægt að segja að öll fjallgangan sé
atburðurinn að ná toppnum — sá heiður fellur einungis í skaut því augna-
bliki þegar toppnum er náð. Sögnin brotna felur hins vegar í sér að eitt -
hvað hafi valdið „brotnuninni“, en í því felst ekki neitt um þennan atburð,
t.d. tímalengd hans. Sögnin getur verið augabragðssögn, þ.e. brotnunin
átti sér stað um leið og „brotið“ var framið (þ.e. það athæfi eða atburður
sem leiddi til brotnunarinnar), en hún þarf ekki að vera það því brotnunin
gæti líka hafa tekið lengri tíma (sbr. Glasið brotnaði smátt og smátt af hit-
anum). Það hvort setningin í (44b) er tæk eða ekki ræðst því af því hvort
glasið brotnaði á augnabliki eða ekki.
Afrekasagnir eru því að öllu jöfnu sagnir sem vísa til atburðar sem
tekur engan tíma (þrátt fyrir að atburðarásin þar á undan geti tekið tíma),
hefur tiltekinn lokapunkt og sagnirnar taka yfirleitt með sér reynanda-
eða þemafrumlag.
„Nafnháttarsýki“ 27
18 Einstaka afrekasagnir vísa til atburða sem taka tíma en þær eru örfáar.