Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 33
(56)a. *Jón er að vita svarið.
b. *María er að vilja útskrifast úr framhaldsskóla.
c. *Við erum að eiga hús með garði.
d. *María er að sitja þarna í horninu.
e. *Jón er að búa á Akureyri.
f. *Það er að rigna.
Útskýringarnar sem gefnar eru á þessu eru margar, meðal annars sú að
ástand taki nú þegar tíma og að framvinduhorfið sé því óþarft (t.d. Palmer
1974:71–72) en einnig að þar sem ástandssagnir skorti lokapunkt geti þær
ekki táknað takmarkaða framvindu (t.d. Joos 1964:107–108, 113, 119). Þá
hefur því verið haldið fram að ástandssagnir komi ekki fyrir í framvind-
uhorfi vegna þess að þær skorti hreyfanleika (e. dynamicity, sjá t.d. Lyons
1977:707–708; Comrie 1976:51; Hirtle 1967:69 og áfram).24 Ég mun víkja
aftur að þessum skýringum í þriðja kafla.
Þrátt fyrir að flestir séu sammála um að setningarnar í (58) séu ótækar
höfum við nú þegar séð fjölda dæmi um ástandssagnir með vera að + nh.,
þótt ýmsir kvarti undan þeim eins og áður hefur komið fram. Eins hefur
verið nokkuð fjallað um slíkar sagnir í fræðigreinum (sjá m.a. Þóreyju
Selmu Sverrisdóttur 2001, Theódóru Torfadóttur 2004, Höskuld Þráins -
son 2005, Gunnar Gunnarsson 2010, Kristínu M. Jóhannsdóttur 2011,
Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angantýsson og Einar Frey Sigurðsson (ritstj.)
2013, Höskuld Þráinsson o.fl. 2013 og Höskuld Þráinsson og Theódóru
Torfadóttur 2015):25
(57) a. Við vorum að halda að þú kæmir ekkert.
b. Þú ert bara ekki að skilja þetta.
c. Krakkarnir eru bara ekki að ná þessu.
d. Hann er bara ekki að skilja stærðfræðina.
Sögnin halda er ástandssögn og merkingin er sú að einhver standi í ákveð -
inni trú. Skilja er öllu jöfnu einnig flokkuð sem ástandssögn en setningin
„Nafnháttarsýki“ 33
24 Auk þessa hélt Katz (1995, 1997, 2000, 2003) því fram að ástandssagnir séu tíma-
umsagnir (e. predicate of time), ólíkt atburðum sem hann segir vera atburðarumsagnir
(e. predicate of events), og því standi þær aðeins með tíðarvirkja (virki = operator) en ekki
horfavirkja. Þar með sé ekki hægt að beita framvinduhorfinu á ástandssagnir. Þetta er hins
vegar mun tæknilegri kenning en hinar og fjallar um eðli ástandssagna og atburðarsagna á
mun dýpri grundvelli en hér er farið. Ég mun því ekki fjalla nánar um hana hér að þessu sinni.
25 Dæmi a og b koma frá Höskuldi Þráinssyni (2005:489) og dæmi c og d frá Höskuldi
Þráinssyni og Theódóru Torfadóttur (2015).