Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 41
3.3.2.2 Tímabinding með ástandssögnum
Hirtle og Bégin (1991:102) héldu því fram að breyting annars vegar og
engin breyting hins vegar væru hinir mikilvægu þættir þegar kæmi að
ástandssögnum í framvinduhorfi. Ástand hefur ekki neina breytingu í för
með sér en atburður hefur annað hvort í för með sér breytingu eða mögu-
leikann á breytingu. Þeir héldu því fram að “developing activity is essenti-
ally an event involving “successive stages” or phases, an event, therefore,
whose lexical elements arise successively in time”:
(65)a. I’m hating this house party. (Kruisinga og Erades 1953:260)
b. Nan wondered how Simon’s family were liking her and sensed a
certain reservation about his mother. (Buyssens 1968:33)
c. That’s because you do not know any, said Christopher, who wasn’t
liking Lewes at that moment. (Kruisinga 1931:362)
Hirtle og Bégin útskýra dæmi (65a) þannig að það vísi til einhvers konar
breytingar, eins og til dæmis þess að frumlagið myndi sér skoðun. Setn -
ingin í (65b), segja þeir, vísar til aðstæðna þar sem frumlagið bregst við
einhverju á ákveðinn hátt og (65c) er ófullkominn verknaður. Ég tel að til-
finningin sem þeir lýsa í tengslum við þessi dæmi sé alveg eðlileg en ég
held þó að við ættum ekki að þurfa að útskýra öll blæbrigði þessara dæma
á fræðilegan hátt.29 Ég er sammála því að breyting sé mikilvægur þáttur í
því að ástandssagnir eru notaðar sem atburðarsagnir, en ég tel það þó
aðeins hluta af ástæðunni og því er ekki nauðsynlegt að útskýra hverja
einustu setningu þannig að hún hljóti að vísa til breytingar. Það sem er
nauðsynlegt er að ástandið sé (endur-)metið aftur og aftur en ekki bara „í
eitt skipti fyrir öll“ eins og oftast er þegar um ástand er að ræða.30
Hugmyndin um breytingu er hins vegar náskyld hugsuninni um tíma-
bundnar aðstæður að því leyti að tímabundnir atburðir krefjast breytinga
— þeir krefjast upphafs og endis. Lengi vel var sögnin elska aðeins notuð
„Nafnháttarsýki“ 41
29 Tilfinning er ekki eitthvað sem aðeins á við kenningu Hirtle og Bégin heldur einnig
mína. Eins og Paul Portner hefur bent mér á (í samtali) er það almennt mjög persónu-
bundið hvað nákvæmlega ástandssögn í framvinduhorfi er talin merkja. Spurningin er
hvernig við komumst framhjá skoðunum og finnum sannanir um merkingarfærslu. Á
þessari stundu hef ég ekki svar við því en þetta er gagnrýni sem á einnig við um aðrar kenn-
ingar, meðal annars kenningu Dowty’s um dæmigerð merkingarhlutverk. Í raun er engin
sönnun fyrir því að frumlagið sé við stjórnvölinn í ákveðnum setningum nema það sem til-
finningin segir okkur um það.
30 Ég þakka ónefndum yfirlesara fyrir að orða svo vel það sem ég var að reyna að segja
í fyrri gerð þessarar greinar.