Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 45
setningarnar í töflu 2 (svarkostirnir voru já = ‘eðlileg setningʼ, ? = ʽvafa-
söm setningʼ og nei = ʽótæk setningʼ; dæmin og tölurnar eru tekin úr
grein Höskuldar Þráinssonar og Theódóru Torfadóttur 2015):
Dæmi Hlutfall jákvæðra svara
(71) a. Kristinn er búinn að vera í einkatímum upp á síðkastið.
Hann er vonandi að skilja þýskuna betur núna. 54%
b. Jón hefur átt í erfiðleikum með námið.
Hann er bara ekki að skilja stærðfræðina. 46,6%
(72) a. Ég þarf smávegis aðstoð fyrir enskupróf.
Ert þú að kunna eitthvað í ensku? 6,4%
b. Stína og Gummi eru löngu hætt saman.
Hann er samt enn að elska hana. 7,9%
Tafla 2: Jákvæðir dómar í Tilbrigðakönnuninni um valdar setningar með ástands-
sögnum.
Í (71a) höfum við dæmi þar sem Kristinn hefur verið í einkatímum í
þýsku og vonast er eftir því að það leiði til betri skilnings á tungumálinu.
Tímaramminn sem gefinn er er tiltölulega þröngur og setningin vísar í
kunnáttu Kristins á þessari stundu, í samanburði við kunnáttu hans áður
en hann fór í einkatímana. Í (71b) er tilvísunartíminn ekki greinilegur en
þó má skilja af greininum með nafnorðinu stærðfræði að við séum ekki að
tala um stærðfræði almennt heldur þá stærðfræði sem Jón hefur verið að
læra upp á síðkastið. Samhengið vísar því einnig hér í takmarkaðan tíma,
eins og til dæmis eina önn eða eitt ár. Bæði þessi dæmi fá tiltölulega já -
kvæða dóma.
Dæmin í (72) gefa hins vegar til kynna varanlegra ástand. Í (72a) er
spurningin um almenna kunnáttu hlustandans í ensku og eru þær aðstæð -
ur varla tímabundnar. Hlutfall þeirra sem mátu þessa setningu já kvætt var
aðeins 6,4%. Í (72b) er um gamlar breytingar að ræða en áherslan er þó
lögð á ástand Gumma sem elskar Stínu og engin ástæða er að ætla að það
hafi breyst neitt á þeim tíma sem liðinn er og ekkert bendir til þess að það
sé að breytast, jafnvel þótt þau tvö séu löngu hætt saman. Hér var hlutfall
þeirra sem mátu setninguna jákvætt litlu hærra, eða 7,9%. Í báðum þess-
um setningum er greinilega um tiltölulega varanlegt ástand að ræða.
Engar breytingar virðast hafa orðið og engar breytingar virðast fyrirsjáan-
legar. Þá er engin ástæða til að ætla að viðkomandi hafi stjórn á aðstæðum.
„Nafnháttarsýki“ 45