Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 59
4.1.4 Samantekt
Samkvæmt því sem hér hefur komið fram er nokkur munur á notkun
framvinduhorfs með staðar- og stellingarsögnum, (sumum) veðursögnum
og vera/be + lo. í íslensku og ensku. Í sumum tilvikum getur munurinn
skýrst af því að viðkomandi sagnir séu atburðarsagnir í ensku en ástands-
sagnir í íslensku. Atburðarsagnir ganga yfirleitt mjög auðveldlega í fram-
vinduhorfi í báðum málunum. Ástandssagnir ganga hins vegar yfirleitt
ekki í framvinduhorfi nema þeim hafi verið „breytt í“ atburðarsagnir, þ.e.
að þær fái einhverja atburðarþætti. Þegar munurinn á málunum stafar af
því að viðkomandi sögn er atburðarsögn í ensku en ástandssögn í íslensku
er ekki um að ræða mun á notkun framvinduhorfsins í málunum heldur
mismunandi flokkun eða merkingareðli sagnanna. Þetta er þó ekki nægi-
leg skýring í öllum tilvikum og skýrir t.d. ekki hvers vegna hægt er að
nota staðarsagnir í framvinduhorfi í ensku en ekki í íslensku. Útskýring
á því verður að bíða betri tíma.
4.2 Um ástandssagnir í framvinduhorfi í ensku
Fram kom í fyrsta kafla að sumir teldu notkun ástandssagna í framvind-
uhorfi hömlulausa í ensku. Samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar
hafa verið virðist þó svo alls ekki vera. Levin (2013) kannaði notkun
ástands sagna í framvinduhorfi í nokkrum enskum málheildum. Hann
notaði Time Magazine Corpus fyrir söguleg gögn en Longman Spoken
American Corpus (LSAC) og Corpus of Contemporary American English
(COCA) fyrir samtímaleg gögn. Rannsóknin leiddi í ljós að þótt ástands-
agnir séu nú mun meira notaðar í framvinduhorfi en áður séu þær alls
ekki algengar í þeirri formgerð og að nokkur munur sé eftir sögnum.
Langalgengustu ástandssagnirnar í framvinduhorfi eru love, want og wish.
Allt að þrír fjórðu allra dæma um ástandssagnir í framvinduhorfi í COCA
og LSAC innihéldu einhverja þessara sagna. Sagnirnar believe, hate, intend,
know og like, sem allt eru mjög algengar sagnir, koma aðeins fyrir í á milli
0,1 og 0,5 sinnum á hver milljón orð. Sagnirnar dislike og pity eru síðan
ákaflega sjaldgæfar í framvinduhorfi í ensku og aðeins fundust tvö og sex
dæmi um þær í framvinduhorfi í öllu safninu (Levin 2013:13). Levin
bendir hins vegar á að framvinduhorfið sé mun meira notað í talmáli og í
hversdagslegum textum en í hefðbundnari ritmálstextum og niðurstöður
slíkra kannanna eru því eitthvað mismunandi eftir því hvers konar texti
er skoðaður (Levin 2013:26). Þetta er í samræmi við niðurstöður Kranich
„Nafnháttarsýki“ 59