Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 62
2. Hefur notkun vera að með ástandssögnum einhver áhrif á merk-
ingu þeirra, og ef svo er, í hverju eru þau áhrif þá fólgin og hvernig
má skýra þau?
3. Er notkun vera að + nh. orðin alveg hliðstæð notkuninni á be +
lh.nt. í ensku — og þar með kannski „hömlulaus“?
Fyrstu spurningunni var í raun svarað í tengslum við svarið við spurningu
tvö, þ.e. hvort notkun vera að með ástandssögnum hafi einhver áhrif á
merkingu þeirra og í hverju þau áhrif eru fólgin. Ástæða þess að ástands-
sagnir standa almennt ekki með vera að er sú að þær skortir atburðareig-
inleika. Ef atburður getur hvorki þróast né breyst getur viðkomandi sögn
ekki staðið í framvinduhorfi. Ef hins vegar ástandssagnir eru notaðar sem
atburðarsagnir fá þær einn eða fleiri atburðareiginleika, svo sem þróun,
tímabindingu og stjórn, og framvinduhorfið verður mögulegt. Í þeim til-
fellum er þó langalgengast að hlustandinn skilji setningarnar þannig að
um tímabundnar aðstæður sé að ræða. Merking ástandssagnar með vera
að er því í raun svolítið frábrugðin merkingu ástandssagnar í einfaldri nú -
tíð eða þátíð, en sá merkingarmunur kemur þó fyrst og fremst fram sem
vísbendi en ekki er um að ræða eiginlegan mun á sanngildi setninganna.
Sambærilegar breytingar virðast vera að gerast í ensku þar sem ástands -
sagnir eru í auknum mæli notaðar í framvinduhorfi en þar er þó alls ekki
um hömlulausar breytingar að ræða. Þvert á móti virðist það fara töluvert
eftir merkingu sagnarinnar og samhengi hvort framvinduhorfssetningar
með ástandssögnum eru tækar eða ekki, rétt eins og í íslensku. Þá er
greinilegur munur á málunum þegar kemur að stellingarsögnum, staðar-
sögnum, ýmsum veðursögnum og sögninni vera/be með lýsingarorðum,
sem veikir að vissu leyti þá kenningu að breytingarnar í íslensku séu fyrst
og fremst til orðnar fyrir áhrif frá ensku. Og ef framvinduhorfið er ekki
orðið hömlulaust í ensku og ef íslensku breytingarnar hafa ekki orðið
vegna áhrifa frá ensku er engin ástæða til þess að þessar breytingar séu
heldur hömlulausar í íslensku, enda virðast þær ekki vera það.
Loks var bent á að það virðist nokkuð algeng þróun meðal mála sem
hafa málfræðilegt framvinduhorf að það þróist áfram í almennt ólokið
horf. Þróunin gæti því orðið sú í ensku og íslensku, en hvort breytingin
er í þá átt mun fyrst og fremst koma í ljós með tímanum.
Kristín M. Jóhannsdóttir62