Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 71
Tilgátan um samleguhömluna í sinni djörfustu mynd er umdeild og hefur
verið tekin fyrir á gagnrýninn hátt í nýlegum skrifum (sjá t.d. Merchant
2015). Þess vegna er mikilvægt fyrir orðhlutafræði að sjónum sé beint að
fyrirbærum þar sem verulegur fjöldi dæma samræmist hömlunni án und-
antekninga. Í 2. kafla verður gerð nánari grein fyrir samleguhömlunni
eins og hún hefur verið útfærð í dreifðri orðhlutafræði (e. Distributed
Mor phology, sbr. t.d. Halle og Marantz 1993, Harley og Noyer 1999,
Embick 2010). Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að samleguhamlan sé ekki til-
viljun heldur afleiðing af því hvernig málkunnáttan er skipulögð og þar
með hluti af algildismálfræðinni (e. Universal Grammar). Þar með fæst
hugsanleg skýring á því hvers vegna sama viðskeyti beygist alltaf eins. Í 3.
kafla verður rýnt í gögn úr íslensku til stuðnings kenningunni um sam-
leguhömluna og í 4. kafla verða helstu niðurstöður dregnar saman.
2. Samleguhamlan
Hér verður fjallað um samleguhömluna á sama hátt og hjá Embick (2010,
2012), en þar er sett fram útfærsla á dreifðri orðhlutafræði (DO) sem gerir
ráð fyrir að línuleg vensl skipti sköpum við ákvörðun myndbrigða. Sú
djarfa framsetning sem þar birtist er umdeild (sbr. Merchant 2015) og því
er tilefni til að skoða nánar þá eiginleika mála sem svona hamla getur
skýrt. Þó að fræðileg verkfæri DO verði notuð í eftirfarandi umfjöllun er
tilgangurinn með greininni ekki að færa almenn rök fyrir slíku kenninga-
kerfi. Fjalla mætti um samleguhömluna í annars konar kerfi að því gefnu
að það feli í sér skýringar á sömu fyrirbærum.
Til að fjalla um hömluna á nákvæman hátt verða fyrst settar fram skil-
greiningar á nauðsynlegum hugtökum:
(5) Myndbrigði (e. allomorphy) felast í því að sama myndan (e. morp-
heme) eigi sér fleiri en einn hljóðfulltrúa (e. phonological exponent).
Gerum ráð fyrir að myndön beri málfræðilega þætti eins og kyn, tölu og
fall. Segjum enn fremur að myndan sé eitt og sama myndan þegar það ber
nákvæmlega sömu þætti. Beygingarmyndan Y gæti t.d. verið samansafn
þáttanna [kk, nf, et]. Samkvæmt þessu eru það myndbrigði að beyging-
armyndanið [kk, nf, et] hefur hljóðfulltrúann -ur í hest-ur en -i í kass-i.
Oft er sagt að myndbrigði séu samhengisháð:
(6) Samhengisháð myndbrigði (e. contextual allomorphy) felast í því að
val á hljóðfulltrúa myndans ráðist af eiginleikum annars myndans.
Samleguhamlan í beygingu íslenskra nafnorða 71