Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 84
(4) Samsettur BL
FsamrL
TíðL
AsamrL
Hugmyndin um samsettan BL er upphaflega frá Pollock (1989) og kemur
talsvert við sögu í nýlegum skrifum um íslenska setningafræði (sjá Höskuld
Þráinsson 2005:249 og rit sem þar er vísað til). Eins og sýnt er í (4) er þá
gert ráð fyrir sérstakri hlutverksvörpun sem á að vera tengd samræmi per-
sónubeygðrar sagnar og frumlags (frumlagssamræmisliður, FsamrL), ann -
arri vörpun tengdri tíðbeygingu (tíðarliður, TíðL) og þeirri þriðju sem
tengist samræmi persónubeygðrar sagnar og andlags (andlagssamræm-
isliður, AsamrL).4 Ef gert er ráð fyrir því að hið sjálfgefna frumlagspláss
sé í BL gæti hugmyndin um samsettan BL m.a. falið í sér að hugsanleg
frum lagspláss væru fleiri en eitt, þ.e. eitt í FsamrL og annað í TíðL eins
og nánar verður vikið að síðar.
Samkvæmt tilgátunni um ríkulegt beygingarsamræmi (e. Rich Agree -
ment Hypothesis), þ.e.a.s. þeirri gerð hennar sem gengur lengst, verður
sagnfærsla í tungumáli ef og aðeins ef viðkomandi mál býr yfir ríkulegri
sagnbeygingu (sjá umræðu um mismunandi útfærslur þessarar hugmynd-
ar hjá Höskuldi Þráinssyni 2010). Vikner (1997:103–104) færir t.d. rök
fyrir því að sagnfærsla úr sagnlið (SL) í BL komi aðeins fyrir í málum ef
hægt er að finna persónubeygingu í öllum tíðum (miðað við raunverulegu
persónubeygingu en ekki tjáningu tíðar með hjálparsögnum). Vandinn er
hins vegar sá að sumar skandinavískar mállýskur, einkum Tromsø-
mállýskan í Noregi (sjá t.d. Bentzen 2007, Wiklund o.fl. 2007) og sænska
Kronoby-mállýskan í Finnlandi (sbr. t.d. Bentzen, væntanlegt) leyfa S2 í
ýmsum gerðum aukasetninga með frumlagi í fyrsta sæti þrátt fyrir fátæk-
lega sagnbeygingu (sjá umræðu hjá Bobaljik 2002, Höskuldi Þráinssyni
2003, 2007:60 og 2010:1078–1079). Gögn úr fornsænsku og forndönsku
sýna líka að þessi beygingaraðgreining hvarf löngu fyrir breytinguna úr
Ásgrímur Angantýsson84
4 Síðastnefndi liðurinn kemur þó í sjálfu sér ekki við sögu hér. Samræmi persónu-
beygðrar sagnar og andlags er þekkt í málum eins og basknesku (Santestebana 2013) og
ung versku (Kiss 2014) og í íslensku kemur það fram í setningum eins og Honum áskotn -
uðust peningar þar sem sagnmyndin lagar sig að nefnifallsandlaginu í tölu.