Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Qupperneq 85
S2 í S3 í aukasetningum með frumlagi í fyrsta sæti (sbr. Falk 1993). Sú
útgáfa tilgátunnar um ríkulegt beygingarsamræmi sem gengur skemmra
felur í sér að ef tungumál býr yfir ríkulegri sagnbeygingu þá sé alltaf sagn-
færsla í BL (Holmberg og Platzack 1995, Bobaljik og Höskuldur Þráins -
son 1998, Bobaljik 2002, Höskuldur Þráinsson 2003, 2010) en þeim mögu -
leika er einnig haldið opnum að sagnfærsla geti átt sér stað í tungumál-
um/mállýskum með fátæklega sagnbeygingu.
Því hefur verið haldið fram að rótarfyrirbæri á borð við kjarnafærslu,
þ.e. ýmis orðaraðartilbrigði sem eru aðallega bundin við aðalsetningar, gangi
helst í aukasetningum ef þær eru fylliliðir umsagna sem fela í sér einhvers
konar staðhæfingu (e. assertion) (sjá t.d. Hooper og Thompson 1973,
Levin 1993, Heycock 2006, Simons 2007). Í töflu 1 er sýnd flokkun á
umsögnum sem taka með sér skýringarsetningar sem fylliliði (sbr. Hooper
og Thompson 1973; sjá einnig Levin 1993, Simons 2007 og Ásgrím
Angan týsson 2011).
flokkur umsagnir
A segja, tilkynna, hrópa upp yfir sig, staðhæfa, fullyrða, sverja,
vera satt, vera öruggt, vera augljóst
B búast við, halda, hugsa, ímynda sér, það virðist, það gerist,
það lítur út fyrir
C vera (ó)líklegt, vera (ó)mögulegt, vera (ó)sennilegt, efast um,
neita, þræta fyrir
D gremjast, sárna, harma, vera hissa, þykja leitt, vera skrýtið,
vera áhugavert
E átta sig á, gera sér ljóst, finna út, uppgötva, vita, sjá
Tafla 1: Flokkun umsagna sem taka með sér skýringarsetningar.
Flokkar A, B og C sýna umsagnir sem eru ekki staðreyndaumsagnir en
flokkar D og E sýna staðreyndaumsagnir.5 Í flokkum D og E er gengið að
innihaldi skýringarsetningarinnar sem gefnu. Þessi flokkun kemur við
sögu í kafla 3.3 hér á eftir.
Í setningafræðilegum skrifum undanfarinna áratuga hefur löngum
verið gengið út frá því að kjarnafærðir liðir sitji í ákvæðisliðarsæti TL.
Um sagnbeygingu og sagnfærslu í elfdælsku 85
5 Sjá umræðu um staðreyndasagnir hjá Höskuldi Þráinssyni 2005:459–467 og Ás -
grími Angantýssyni 2013).