Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 88
b. Málhafar sem aðgreina tíðar- og samræmisendingar eru líklegri en
aðrir til þess að leyfa leppsetningar með áhrifssögn (sjá nánar hér á
eftir).
Hugmyndin í (6a–b) er sú að BL sé samsettur (í skilningi Bobaljiks og
Höskuldar Þráinssonar 1998) í máli sumra en einfaldur í máli annarra,
sbr. formgerðina sem sýnd var í (4). Í (6a–b) er ennfremur gert ráð fyrir
að bein tengsl séu á milli þessara tilteknu tilbrigða í sagnbeygingu og orða -
röð.
Ef elfdælska er ekki eins og sænska, danska og norska heldur einhver
staðar á milli íslensku og skandinavísku meginlandsmálanna að því er
varðar S2 í aukasetningum (eins og haldið hefur verið fram um færeysku,
sbr. Höskuld Þráinsson 2001, 2003, 2010, og Heycock o.fl. 2012, 2013)
má hugsa sér að það sé í raun tvenns konar sagnfærsla í elfdælskum auka-
setningum: Annars vegar færsla úr SL um BL eins og í íslensku og hins
vegar færsla úr SL í TL sem er háð eiginleikum aukasetningarinnar eins
og í skandinavísku meginlandsmálunum. Þetta er útfært nánar í (7):
(7) a. Ef það eru einhverjar leifar af „íslenskri“ sagnfærslu í elfdælsku
merkir það að BL sé samsettur (sbr. Bobaljik og Höskuld Þráinsson
1998). Samkvæmt því ættu einhverjir elfdælskir málhafar að sam -
þykkja leppsetningar með áhrifssögn.
b. Ef mismunandi samþykki málnotenda á S2 í skýringarsetningum
tengist merkingarlegum eiginleikum umsagnar í móðursetningu,
sem svo aftur endurspeglast í innri gerð TL, mætti búast við því að
hið dæmigerða rótarfyrirbæri kjarnafærsla sýndi sams konar dreif-
ingu.
c. Ef öll sagnfærsla í elfdælsku er rótarfyrirbæri má búast við að
kjarnafærsla sýni sömu dreifingu.
Tilgáturnar í (7) spá því að það ættu að vera tengsl annars vegar á milli
sagnfærslu og leppsetninga með áhrifssögnum og hins vegar sagnfærslu í
skýringarsetningum og kjarnafærslu. Formgerð með samsettan BL hefur
„aukapláss“ fyrir frumlög eins og lýst var hér framar. Þess vegna er við því
að búast að málhafar sem hafa þá formgerð í máli sínu samþykki frekar
leppsetningar með áhrifssögn því að þá gæti leppurinn (eð í elfdölsku, það
í íslensku) verið í öðru (efra) frumlagsplássinu (ákvæðislið í FsamrL) og
röklega frumlagið í því neðra (ákvæðislið í TíðL). Við komum aftur að
þessu í 3. og 4. kafla.
Ásgrímur Angantýsson88