Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 117
Leitað hefur verið að ritum sem Jón vísar til og nokkur atriði skýrð
sem ekki liggja í augum uppi, og er slíkt prentað neðanmáls. Markmiðið
með því að birta þennan texta Jóns Ólafssonar er þó ekki að hnýta alla
lausa enda og verður öðrum látið það eftir ef einhver kærir sig um.
Textinn er prentaður með nútímastafsetningu en óregluleg greinar-
merkjasetning Jóns fær að nokkru leyti að halda sér. Ýmislegt ósamræmi
er látið ósnert og orðmyndum er hvergi breytt. Greinaskil hafa verið sett
inn þar sem þau virðast helst eiga heima. Á fáeinum stöðum er tölusetn-
ing á tilteknum atriðum í upptalningu samræmd. Á nokkrum stöðum eru
efnisatriði í texta Jóns skeytt saman með orðum undirritaðs, lesendum til
glöggvunar. Allt sem er skáletrað, bæði í megintexta og í neðanmálsgrein-
um, er frá útgefanda komið.
Með þessu vonast ég til að textinn verði fleirum til gagns og ánægju
en ef hann hefði verið prentaður eins og hann kemur fyrir frá hendi höf-
undar. Ég set mig í hefðbundin spor ritstjóra og sá einn er munur á frá-
gangi þessa texta og margra annarra texta sem vélað er um, að nú er höf-
undur ekki til staðar til að mótmæla afskiptum ritstjóra. Þeim sem vilja
skoða texta Jóns eins og hann er án allra inngripa er boðið að skoða upp-
skrift mína sem ég læt hverjum sem er fúslega í té, en að öðrum kosti geta
áhugasamir farið í handrit höfundar og lesið textann þar.
Þessi ritstýring textans er e.t.v. umdeilanleg en það er von mín að með
henni nálgist textinn þá gerð sem hugsa mætti sér að höfundur hefði kært
sig um að láta frá sér. Með öllum viðbótum, breytingum og útstrikunum
væri textinn lítt læsilegur öðrum en textafræðingum.
Um tunguna — Um rúnir
Fyrir framan mitt vocabularium, sem nú er í smíði, verð eg að gjöra ⸀þess-
ar ritgerðir3 sem eiga að vera so sem höfuðið og inngangur til þess:
1. Um tunguna
Fyrst, og það stuttlega, um tungumálanna uppruna,
1) af guði vegna þarfar mannanna, að hver auglýsi öðrum sína þánka
með orðum,4
Um tunguna – Um rúnir 117
3 þessa tractata.
4 Á spássíu: hversu sinn facultus sé löguð eftir objectis anima og organis, og geti ei