Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Qupperneq 119
um14, eg vil ei takast þar stórt á hendur.⸌ – Það er af þýðskum sýnt um
sína tungu, eg kem ei með hitt hér eftir.15
Þessi tunga hefur öndverðlega deilst í tvær höfuð-dialectos. Sú eina sem
sunnar gengur er þýðskan; hin önnur, sem er nyrðri og ríkir yfir mest um
hluta Danmerkur, Noregi og Svíaríki, má kallast í einu orði dönsk tunga,16
hversu sá mismunur muni hafa aðborist17 og hvernin ⸌þeim mis mun⸍ sé
viðvarið. Síðan tek eg þá dönsku tungu fyrir mig, reikna upp hennar
stærstu dialectos – ⸍en þó gætu fleiri verið ef enn saman blönd uðust⸌; leiði
fyrir sjónir þeirra mismun, ⸍⸀sérstök einkenni18, so sem stöðug leika
íslensk unn ar, norskunnar skjótleik, svenskunnar fláleik, dönskunnar létt-
leik og innknip,19 jutskunnar slefu legan20 glannaskap21 – ⸀en þetta er allt
af sama meiði⸌22 – og orsakir þar til. Hver þessara muni nú á dögum hrein-
ust og líkust sinni höfuðtungu, það verður íslensk an, á mína raun, nú sem
stendur. – ⸀Viðmið þar um ástæður23. (Nota: Af íslenskunnar nafni rís það
að vil fyrir hér ⸀rétt sem snöggvast24 nótera, að ís lenskir á þessum tímum
gjöri ei öldungis rétt að kalla hana norrænu, og enn síður Svíar, þá þeir
þrykkja framan á íslenskum bókum: på gammal Götska.)
Nú ræðir Jón nánar hvað hann á við með hreinleika íslenskunnar: Rök til
áðurnefndrar íslenskunnar hreinleika25 munu meðal annars verða þessi:
(1) Hljóð26 í henni ⸀falla vel að merkingu hluta27 og ⸀að loftslaginu28.
⸍Til hins fyrra tek eg hreinustu orð og samhljóð29 úr þeim, en þetta
Um tunguna – Um rúnir 119
14 Þ.e. að fara sömu leið og þá sem kennd er við sænska fornfræðinginn Olof Rudbeck eldri
(d. 1702) en hann stundaði gagnrýnislausa dýrkun á sænskri sögu og hélt m.a. fram að Svíar væru
komnir af Grikkjum. (Sjá t.d. Larson 1996:93; Malm 1996:73 o.áfr.)
15 Orðinu ei er bætt við síðar.
16 Viðbót ofan línu: og rök til þessarar nafngiftar.
17 Viðbót á spássíu, nokkuð óljóst orðuð: infusio populorum og occupatio terrarum ei
undir eins aðskilnaður landanna, og því (skr. þi) ótíðari commercia etc., þ.e. u.þ.b.: ‘aðflutn-
ingur fólks og bygging landsvæða … ei samtíða aðskilnaður landanna, og því ótíðari verslun o.s.frv.’
18 peculiarem characterem.
19 Væntanlega sama og da. „indknibning“ í merkingunni ‘þrengsl’ o.s.frv.
20 Virðist vera svo; breytt úr lyddulegan (skr. liddulegan).
21 Breytt úr flennu-.
22 sed hæc parie.
23 Criteria þar til af causæ.
24 obiter.
25 puritatis.
26 Voces.
27 conformes ideis rerum.
28 climati.
29 consonantes.