Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 122
sama uppruna62. Sama er um ⸀orða sam bönd og talshætti63. ⸌En⸍ ⸀andstæða
merkingu64 hefi eg ei fundið um hin sömu orð.
Neðst á síðunni hefur Jón síðar bætt við athugasemd um það að Íslendingar
eigi auðveldara með að læra erlend mál en útlendingar íslensku – skoðun sem
við þekkjum vel enn í dag. Hann segir:
⸍Af þessari skyldsemi, íslenskunnar þyngri og þéttri úttalanda, sem og
hennar mörgu beygingum65 kemur það að Íslendingar læra skiót⟨t⟩ og
auðveldara nálægar mállýskur66 en þeir sem í þeim eru fæddir íslenska
tungu (að öllum jöfnuði, því eg tek frá ef maður sem er á unga aldri hefur
sífellda umgengni við einhverja tungu). En þó er íslenskum hætt við að
fordjarfa67 sína tungu vegna áðurtéðra orða68 sem eru hin sömu en hafa
þó ei sömu fullkomna þýðingu, sem og vegna annarrar skyldu milli þess-
ara tungna innbyrðis. Hér eftir vil eg bera *íslenskuna69 saman við sig
sjálfa, nær hún mundi hreinust hafa verið, og um ⸀þau spjöll70 sem tíð
eftir tíð hafa innsmeygt sér í hana. Hvert nokkuð verður uppgötvað um
elli þessara tungna, þá maður setur sér fyrir sjónir íslensku sér í lagi, eða
allar þessar mállýskur71 eins.⸌
– 0 –
Í seinni hlutanum rekur Jón nokkur atriði sem hann hyggst hafa í greinargerð
sinni um rúnir. Mestur hlutinn fer þó í hugleiðingar um þá kenningu að rúnirn-
ar séu komnar frá Óðni, og um það hvernig hann hyggist hrekja þá kenningu.
2. Um rúnir
Nú verð eg að víkja til bókstafanna, hvert þessi Norðurlönd, meðan þau
voru enn heiðin, hafi brúkað nokkra bókstafi. Sumir meina ⸀gotneska
bókstafi72 eins og Holberg í sinni nýju Danmerkur historíu in Canuto
Veturliði Óskarsson122
62 latior, strictior eður species sub eadem genere.
63 phrases og loqvendi modes.
64 contrarium significatum.
65 terminationibus.
66 dialectos.
67 corrumpera.
68 Hér vísar höf. í safn sitt: supra coll. I.
69 Skr. Jndslendskuna.
70 þær corruptiones (breytt síðar í corruptelas).
71 dialectos.
72 literas gothicas.