Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Blaðsíða 123
Magno p. 10873; aðrir, og þeir miklu fleiri, rúnir. Hvertveggja er gáta.74
Hverja ⸌og hvílíka⸍ bókstafi þessi lönd hafi þá fyrst brúkað og hvenær, en
hversu ritmálið75 hafi smámsaman umbreyst niður eftir öldunum76, heyr-
ir ⸀til skjalafræðinni77, og drep á það78 því að eins.
Ég tek fyrir mig að tala einungis um rúnirnar, hvað nafnið þýði, og
hverjar eg meini; hvar af villan sú sé komin að Snorri og Edda eignar þær
Óðni.
Þessa kenningu vill Jón „niðurbrjóta“, og nú rekur hann rök sín og ástæður,
sem eru af tvennum toga, annars vegar byggðar á hugmyndum hans um upp-
runa og aldur Eddukvæða og hins vegar á eðli sjálfra rúnastafanna. Um hið
fyrra hefur hann talsvert langt mál en rétt tæpir á hinu síðara.
Mínar ástæður til að niðurbrjóta hana [þ.e. „villuna“] verða helst teknar
(i) af sjálfum gömlu kviðunum í Sæmundareddu, so sem Vegtamskviðu,
Hávamálum ⸌og öðrum er eigna Óðni rúnirnar, að þeirra⸍ frásögn79 sýnir
berlega að ef Óðinn er 70 ára gamall fyrir Christi-fæðing, og þótt hann
væri enn þá nokkrum öldum yngri, getur hann ei verið höfundur80 þeirra
kvæða sem hönum eru þar tileignuð. Þetta verður ljóst af samanburði
þeirra við hin yngri fornkvæðin sem vér vitum aldur til, og miklu eru
þung skildari, so sem Haustlöng Þjóðólfs í Hvini og fleiri fornskálda
kvæði.
Hér má ýmislegt á móti finna, so sem að ⸀sum skáld, er síðan hafi
verið, hafi viljandi kveðið dýrara.81 Resp.82 að kenningum getur það satt
Um tunguna – Um rúnir 123
73 Jón á hér við Dannemarks Riges Historie eftir Ludvig Holberg frá 1732–1735, 1. bindi
(1732) bls. 108: „Det er ellers u-vist, hvad slags Bogstaver eller Characterer de Tiders Danske Folk
betiente dem af. Nogle holde for, at de saa kalte Runne-bogstaver ere de allerældste. Andre deri-
mod med større Grund holde for at de Gothiske Bogstave, hvoraf den bekiendte Gothiske Bisp
Ulphilas var Inventor (f) Ao. 370, ere ældre. Saa at det er troeligt, at de fleeste Danske have con-
serveret Poeternes Viiser udi deres Hoveder, og siden skrevet dem med slige Gothiske Characterer.“
(Aðgengilegt á slóðinni http://holbergsskrifter.dk.)
74 Á spássíu er yfirstrikuð viðbót: röng í því að hér hafi nokkrir bókstafir verið í heiðni
og undir henni önnur viðbót, einnig yfirstrikuð, um sama efni en ekki vel læsileg.
75 scriptionis forma.
76 seculis.
77 ad rem diplomaticam. Benda má á að Jean Mabillon er talinn upphafsmaður skjala -
fræðinnar með riti sínu De Re Diplomatica (1681; supplement, 1704). Ljóst er að Jón Ólafsson
hefur þekkt rit hans.
78 tangera það.
79 hverra dictio (strikað er yfir hverra).
80 author.
81 Frá ⸀ er undirstrikað í handriti.
82 Þ.e. lat. respective (da. respektive) í merkingunni ‘viðkomandi; að því er það varðar’.