Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 133
Og því ekki? Þó að verða samferða sé vissulega hið gamla orðalag, er
það þá á einhvern hátt betra eða eðlilegra? Því skyldi það ekki mega þoka
út í skugga ritmálsins, þaðan sem höfundar geta dregið það fram til þess
að hljóma settlega? Eða notað hvort í bland við annað eins og t.d. hefur
verið gert í Biblíunni a.m.k. frá 1912, og ekki þótt ástæða til að samræma
í Biblíu 21. aldar:4
(2) a. var honum samferða / var Jesú samferða / þá sem mér voru sam-
ferða
b. verða tveir menn samferða / verða mér samferða / urðu þær sam-
ferða / urðu mér samferða / urðu okkur samferða / urðu nú sam-
ferða
2. Merkingarmunur?
Hverju munar það annars hvor sögnin er höfð, vera eða verða? Þær nýtast
aðallega til að greina sundur nútíð og framtíð („Ég er og verð óviðeig-
andi“) eða ástand og breytingu („Nú er úti veður vott, / verður allt að
klessu.“). Þannig get ég verið manni sammála, og þó svo sé ekki kynni ég
að verða það að athuguðu máli. Sá greinarmunur á ekki við um samferða.
Ekki heldur samskipa, en í blöðunum hafa menn ýmist verið eða orðið
samskipa allt frá því á 19. öld. Þó vottar fyrir því mynstri í elstu dæmunum
að sjómenn séu samskipa ef þeir ráða sig á sama skip, fremur að farþegar
verði af tilviljun samskipa. Eins má ætla að undir hefðbundna orðalaginu
verða samferða búi hugmynd um að þeir fylgist að sem svo vill til að eiga
samleið, eiga erindi í sömu áttina, ekki þeir sem beinlínis ferðast saman.
Að ver(ð)a sér eða einhverju(m) til skammar / minnkunar er að því leyti
líkt og að ver(ð)a sammála að sagnirnar aðgreina hvað er og hvað gerist:
(3) a. Þessi grein er mér til skammar.
b. Greinin verður mér til skammar ef ég birti hana.
Þarna getur verið mjótt á munum og ekki alveg samræmt hvar fólk dregur
mörkin. Eftir minni tilfinningu getur maður verið e-u(m) til skammar (t.d.
foreldrum sínum eða vinnustað); og ýmislegt getur líka verið manni sjálf-
um til skammar. En sjálfum sér til skammar, það getur maður einungis
orðið, ekki verið. Þessi hamla er ekki eins ströng hjá öllum. „Ég var mér
til skammar“ segir bloggari nokkur. Og þó orðalagið varð sér til skammar
Að ver(ð)a samferða 133
4 Afritað af vef Biblíufélagsins, biblian.is; auðkennt hér.