Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 134
sé algengast á vefjum (2.760 dæmi)5 eru dæmin allmörg líka (695) um var
sér til skammar. Fljótt á litið eru mörg þeirra nýleg (m.a. allmörg úr íþrótta -
fréttum), eitt þó úr blaðagrein frá 1989, eftir mér eldri höfund sem talar
um bjartsýni og stórhug „sem var sér til skammar“.
Þarna voru 20% dæmanna með var á móti 80% með varð. Hins vegar
finn ég aðeins 70 dæmi um voru sér til skammar á móti einum 1.220 um
urðu sér til skammar eða 5% á móti 95%. Þessi ólíku hlutföll benda til að í
málvitund flestra sé verða í rauninni rétta sögnin, munurinn á var og varð
bara of ógreinilegur til að gæta hans stranglega, a.m.k. í riti og þá trúlega
í framburði líka. Þar er þó ekki sama hvert orðasambandið er. Til dæmis
finnst enginn á netinu sem var fyrir ónæði en þúsundir sams konar dæma
með varð. Og svo sýndi tafla 1 engan afgerandi mun á notkun sagnanna
eftir því hvort munur orðmyndanna er mikill (voru(m) / urðu(m)) eða lítill
(var / varð). Hér býr sem sagt fleira undir en einungis óskýr framburður
eða „önghljóðaveiklun“.6
3. Hið „grandalausa“ þágufallsfrumlag
Orðasamböndin vera/verða (e-m) samferða/sammála/samskipa og verða
(sér/e-u(m)) til skammar taka öll nefnifallsfrumlag. Annars eðlis eru
orðasambönd með þágufallsfrumlagi. Dæmigert er að slíkt frumlag tákni
reynanda eða skynjanda,7 t.d. þegar einhverjum er eða verður illt. Þarna er
hinn venjulegi greinarmunur á vera og verða, rétt eins og þegar menn eru
eða verða sammála. Stöku orðasambönd tákna þó aðeins hvað gerist, ekki
hvað er, og því einungis eðlilegt að nota sögnina verða: Manni verður bilt
við eða hverft við eða ekki um sel. Dæmi finnast þó á Tímarit.is um fólk sem
var bilt við (15 dæmi;8 Google finnur nokkur í viðbót, sum þeirra auðþekkt
afkvæmi vélþýðinga), hverft við (26 dæmi) og ekki um sel (32 dæmi). Þessi
dæmi úr blöðum og tímaritum, samtals 73, dreifast á tímabilið 1894 til
2004, meirihluti þeirra á áratugina 1940–1969. Þarna er það sem sagt ekk-
ert endilega hjá núlifandi kynslóð sem varð styttist niður í var.
Helgi Skúli Kjartansson134
5 Þó aðeins 27 sýnd eftir fyrstu leit, of þröngt úrval til að nota hér, þótt í hærri tölunni
sé gríðarmikið af endurtekningum, m.a. af bloggvefjum og Fésbók.
6 Sem ég hef rætt í „flugu“: Helgi Skúli Kjartansson 2004.
7 Um samband merkingarhlutverks og frumlagsfalls má t.d. lesa hjá Höskuldi
Þráinssyni 2005:319–323 og Jóhannesi Gísla Jónssyni 2005:380–383.
8 Þá er búið að sleppa þremur dæmum þar sem var tilheyrir innskotssetningu, bilt er
ritvilla fyrir bylt eða orðasambandið sýnt sem dæmi um brenglað mál. Sambærileg hreinsun
hefur ekki verið gerð á þeim dæmum sem tölur eru birtar um hér að framan en það er gert
héðan í frá hvenær sem dæmi eru færri en 50.