Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 135
Af orðasamböndum með þágufallsfrumlagi mynda þau sérflokk þar
sem frumlagið táknar hvorki reynanda né skynjanda heldur það sem kalla
má „grandalausan geranda“:
(4)a. Mér verður fuglsins dæmi.
b. Öllum getur orðið á.
c. Mér varð hugsað til þín rétt sem snöggvast.
d. Þá varð Þorláki að orði: …
e. Nú varð þér svarafátt.
f. Ákærða varð sáðlát.
g. Mér varð gripið til þess sem hendi var næst.
Allt snýst þetta um það sem gerandinn raunverulega gerir, en ekki með
þeim markvissa hætti sem flestar sagnir tákna, heldur „lendir hann bara í
því“ að gera það, nánast „verður fyrir því“. Líkt og þeir sem urðu samskipa
eða samferða, meira fyrir rás atburðanna en að það væri fyrirfram ráðið.
Í slíkum orðasamböndum er það sæmilega glöggt í minni málvitund að
sögnin sé verða, ekki vera. Þar er ég í góðum félagsskap, þó ekki í svo
yfirgnæfandi meirihluta sem ætla mætti. Á Tímarit.is eru 11.605 dæmi
um mér varð hugsað til á móti 248 um mér var hugsað til. Þeim síðari fjöl-
gar vissulega þegar nær dregur nútímanum, eru þó t.d. 25 frá áratugnum
1960–1969 á móti 242 um mér varð, rúm 9% með var. Sé leitað með
Google — í þetta sinn aðeins á .com-vefjum því orðalagið er nógu algengt
til að fá samt drjúgan dæmafjölda — finnast 754 niðurstöður með mér var
hugsað til en 1.640 með varð. Þar eru sem sagt yfir 30% dæmanna með var
sem er þá greinilega orðið nokkuð algengt í samtímamáli.
4. Þolmynd hins (ó)mögulega
Þessi orðasambönd með þágufallsfrumlagi eru sum í eins konar þolmynd-
arformi: að verða gengið, litið, hugsað o.s.frv. Þar við bætist hvernig hægt
er að mynda þolmynd af ýmsum sögnum með verða í stað vera, ekki
aðeins til að tákna framtíð (Einhvern tíma verður hann talinn mikill rithöf-
undur) heldur líka hvað unnt er eða gerlegt, oft með neitun (Hann verður
nú varla talinn sérlega mikill rithöfundur). Slík þolmynd er notuð í
orðasamböndum eins og þessum:
(5) a. verður ekki með orðum lýst
b. verður ekki með sanni sagt
c. Ekki verður feigum forðað …
Að ver(ð)a samferða 135